Innlent

Báðar konurnar úr Þykkvabæ á batavegi

Konurnar voru báðar fluttar með þyrlu á Borgarspítalann eftir slysið.
Konurnar voru báðar fluttar með þyrlu á Borgarspítalann eftir slysið.

Önnur konan sem lenti í vinnuslysi í Kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ, er kominn á almenna deild og er á batavegi samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæslu Borgarspítalans.

Hún ásamt annarri konu lentu í alvarlegu vinnuslysi á föstudeginum í síðustu viku þegar lok sprakk af majonestunnu í verksmiðjunni og þeyttist í höfuð og andlit kvennanna. Þær voru báðar fluttar með þyrlu frá Þykkvabæ á Borgarspítalann í Reykjavík. Hin konan var færð af gjörgæsludeild spítalans síðustu helgi og er einnig á batavegi.

Lögreglan á Selfossi og vinnueftirlitið rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×