Töluverðar tafir urðu á þjóðvegi eitt sunnan við Blönduós í gærkvöldi, þegar hestakerra valt aftan úr bíl, sem dró hana. Við það snérist bíllinn þversum á veginum og truflaði umferð í báðar áttir þartil lögregla og björgunarmenn höfðu athafnað sig á vettvangi. Engin hestur var í kerrunni og er verið að kanna hvað olli því að hún valt.
Hestakerra olli töfum á umferð
