Steingrímur J.:Þetta er harður heimur 6. ágúst 2009 20:07 „Þetta er harður heimur," sagði fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í raunverulegar seinkanir á fyrirtöku málefnis Ísland hjá Aljóðgjaldeyrissjóðnum. Aðspurður hvort ástæðan væri Icesave svaraði Steingrímur einfaldlega: „Já." Hann bætti svo við: „Þetta er harður heimur og við erum að upplifa það að vera smáþjóð í erfiðri stöðu og við höfum verið beitt hörðu." Í viðtalinu var farið yfir víðan völl en það hófst með hinu alræmda Icesave máli. Þar fullyrti Steingrímur að búið væri að fara rækilega yfir sjónarmið í því máli og leiðrétta ýmsan misskilning. „Menn héldu í fyrstu að við myndum missa fullveldið og þinghúsið sjálft endaði í London. Það er búið að útskýra þessi atriði," sagði Steingrímur og tók fleiri sambærileg atriði máli sínu til rökstuðnings. Spurður um sjónarmið Ragnars H. Halls, hæstaréttarlögmanns um að Íslendingar væru að ofgreiða með samþykkt samningsins sagðist Steingrímur sannfærður um að svo væri ekki. Að sögn Steingríms eru engin lagaleg stoð fyrir sjónarmiði hans. Málið er þó afar umdeildt á meðal lögfræðinga. Þá sagði Steingrímur að gagnrýni á sendinefndina sem samdi um Icesave væri afar óvæginn og ósanngjörn. Hann segir aðstæður hafa verið svo afbrigðilega að þetta hafi verið besta fáanlega niðurstaðan í ljósi þess „Úrlausnin hlýtur að taka mið af þeim aðstæðum sem ríkja," sagði Steingrímur og vildi meina að svo hefði verið. Hann sagði að í ljósi þessara aðstæðna hafi ekkert annað en ólánsniðurstaða orðið í þessu risamáli. Hann segir að reiðin ætti að beinast gegn þeim sem stofnuðu til Icesave samninganna, ekki þeim sem unnu að því að leysa málið. Og aftur minnti Steingrímur á að það hafði verið samþykkt af fyrri ríkisstjórn, fyrst í nóvember, svo staðfest í desember, að íslenska ríkið skyldi fara samningaleiðina í málinu og skuldin viðurkennd. „Það er ósanngjarnt að Íslendingar skuli sitja uppi með allt þetta tjón," sagði Steingrímur svo. Steingrímur sagði ekki loku fyrir það skotið að fyrirvarar í anda hugmynda Ragnars H. Hall yrðu settir inn í samninginn. Um Alþjóðgjaldeyrissjóðinn sagði Steingrímur að aðstæður væru slíkar að Norðurlöndin vildu ekki lána Íslendingum fé fyrr en Icesave málið væri í höfn. Þar sem lánin frá þeim er mikilvægustu lánin til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn þá gæti AGS ekki lánað ríkinu pening fyrr en Norðurlöndin gerðu slíkt hið sama. Hann segir heiminn harðann, „og við breytum ekki heiminum," sagði Steingrímur. Varðandi ESB sagði Steingrímur að afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, skýr frá upphafi. Hana skuli virða svo lengi sem hún bitnaði ekki á hans embættisskyldum. Steingrímur segir sína stöðu innan flokksins ekki veikari eftir að Vinstri grænir samþykktu aðildarumsóknina. Þvert á móti sé stór hluti félagsmanna sammála því að sækja um, þó engin afstaða til inngöngu í ESB sé fólgin í því. Og Steingrímur var dramatískur að lokum.„Ég hugsa bara um að láta verkin tala og að láta málin ganga upp. Ég vinn dag og nótt Íslandi til gagns," sagði Steingrímur og hélt áfram:„Það kemur maður í manns stað. Ísland er það sem skiptir máli. Framtíðin skiptir máli."Steingrímur sagði það nægja sér ef eftirmælin yrðu þau að hann hefði gert gagn. Hann sagði þetta erfitt.„Landið þarf ekki stjórnmálamenn sem hrökkva undan erfiðum ákvörðunum," sagði hann að lokum. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
„Þetta er harður heimur," sagði fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í raunverulegar seinkanir á fyrirtöku málefnis Ísland hjá Aljóðgjaldeyrissjóðnum. Aðspurður hvort ástæðan væri Icesave svaraði Steingrímur einfaldlega: „Já." Hann bætti svo við: „Þetta er harður heimur og við erum að upplifa það að vera smáþjóð í erfiðri stöðu og við höfum verið beitt hörðu." Í viðtalinu var farið yfir víðan völl en það hófst með hinu alræmda Icesave máli. Þar fullyrti Steingrímur að búið væri að fara rækilega yfir sjónarmið í því máli og leiðrétta ýmsan misskilning. „Menn héldu í fyrstu að við myndum missa fullveldið og þinghúsið sjálft endaði í London. Það er búið að útskýra þessi atriði," sagði Steingrímur og tók fleiri sambærileg atriði máli sínu til rökstuðnings. Spurður um sjónarmið Ragnars H. Halls, hæstaréttarlögmanns um að Íslendingar væru að ofgreiða með samþykkt samningsins sagðist Steingrímur sannfærður um að svo væri ekki. Að sögn Steingríms eru engin lagaleg stoð fyrir sjónarmiði hans. Málið er þó afar umdeildt á meðal lögfræðinga. Þá sagði Steingrímur að gagnrýni á sendinefndina sem samdi um Icesave væri afar óvæginn og ósanngjörn. Hann segir aðstæður hafa verið svo afbrigðilega að þetta hafi verið besta fáanlega niðurstaðan í ljósi þess „Úrlausnin hlýtur að taka mið af þeim aðstæðum sem ríkja," sagði Steingrímur og vildi meina að svo hefði verið. Hann sagði að í ljósi þessara aðstæðna hafi ekkert annað en ólánsniðurstaða orðið í þessu risamáli. Hann segir að reiðin ætti að beinast gegn þeim sem stofnuðu til Icesave samninganna, ekki þeim sem unnu að því að leysa málið. Og aftur minnti Steingrímur á að það hafði verið samþykkt af fyrri ríkisstjórn, fyrst í nóvember, svo staðfest í desember, að íslenska ríkið skyldi fara samningaleiðina í málinu og skuldin viðurkennd. „Það er ósanngjarnt að Íslendingar skuli sitja uppi með allt þetta tjón," sagði Steingrímur svo. Steingrímur sagði ekki loku fyrir það skotið að fyrirvarar í anda hugmynda Ragnars H. Hall yrðu settir inn í samninginn. Um Alþjóðgjaldeyrissjóðinn sagði Steingrímur að aðstæður væru slíkar að Norðurlöndin vildu ekki lána Íslendingum fé fyrr en Icesave málið væri í höfn. Þar sem lánin frá þeim er mikilvægustu lánin til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn þá gæti AGS ekki lánað ríkinu pening fyrr en Norðurlöndin gerðu slíkt hið sama. Hann segir heiminn harðann, „og við breytum ekki heiminum," sagði Steingrímur. Varðandi ESB sagði Steingrímur að afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, skýr frá upphafi. Hana skuli virða svo lengi sem hún bitnaði ekki á hans embættisskyldum. Steingrímur segir sína stöðu innan flokksins ekki veikari eftir að Vinstri grænir samþykktu aðildarumsóknina. Þvert á móti sé stór hluti félagsmanna sammála því að sækja um, þó engin afstaða til inngöngu í ESB sé fólgin í því. Og Steingrímur var dramatískur að lokum.„Ég hugsa bara um að láta verkin tala og að láta málin ganga upp. Ég vinn dag og nótt Íslandi til gagns," sagði Steingrímur og hélt áfram:„Það kemur maður í manns stað. Ísland er það sem skiptir máli. Framtíðin skiptir máli."Steingrímur sagði það nægja sér ef eftirmælin yrðu þau að hann hefði gert gagn. Hann sagði þetta erfitt.„Landið þarf ekki stjórnmálamenn sem hrökkva undan erfiðum ákvörðunum," sagði hann að lokum.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent