Plata með bandi semhefur aldrei spilað saman 7. nóvember 2009 06:00 Abstrakt speis-rokk Hallvarður Ásgeirsson er í The Coma Cluster.fréttablaðið/Rósa Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster. „Ég var við nám í Brooklyn og ég og vinur minn Sigþór „Siffvilnius" Hrafnsson vildum gera eitthvað saman," segir Hallvarður. „Við fórum að senda fæla á milli landa og smám saman varð platan til. Jón Indriðason, eða Pjotr Verstappen eins og hann kallar sig á plötunni, bjó í Danmörku á þessum tíma og kom inn í þetta. Svo fengum við söngkonuna Yukiko Shimizu sem bjó í Tókýó til að leggja í púkkið. Þetta var allt gert í gegnum Netið. Hljómsveitin hefur aldrei spilað saman en samt hljómar platan merkilega mikið eins og band." Platan var í smíðum frá 20. júlí 2008 til 22. október 2009. „Við köllum þetta abstrakt speis-rokk. Þetta er ambient-kennt og framúrstefnulegt," segir Hallvarður. „Ég hef gaman af King Crimson, metali, Sonic Youth og pönki. Sigfús hefur verið í mörgum verkefnum í gegnum tíðina. Við spilum báðir á gítar og hann á orgel þar að auki. Platan var eiginlega bara unnin með því að beita útilokunaraðferðinni." Varði er orðinn hámenntaður músíkant. Hann útskrifaðist úr tónsmíðadeild LHÍ 2006, tók kennsluréttindin og svo master í tónsmíðum frá Brooklyn College. Hann kennir nú í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. „Svo er maður að spila með hinum og þessum. Til dæmis með tónsmíðafélaginu S.L.Á.T.U.R. Annars er ég bara að komast niður á jörðina eftir Bandaríkjadvölina. Það var alveg frábær tími, en verst þegar gengið hrundi á miðju námsári. Maður var að drepast í nokkra mánuði en svo fóru þeir að borga út námslánin í dollurum svo þetta slapp fyrir horn." Coma Cluster-platan er eingöngu fáanleg á Netinu: comacluster.net. drg@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster. „Ég var við nám í Brooklyn og ég og vinur minn Sigþór „Siffvilnius" Hrafnsson vildum gera eitthvað saman," segir Hallvarður. „Við fórum að senda fæla á milli landa og smám saman varð platan til. Jón Indriðason, eða Pjotr Verstappen eins og hann kallar sig á plötunni, bjó í Danmörku á þessum tíma og kom inn í þetta. Svo fengum við söngkonuna Yukiko Shimizu sem bjó í Tókýó til að leggja í púkkið. Þetta var allt gert í gegnum Netið. Hljómsveitin hefur aldrei spilað saman en samt hljómar platan merkilega mikið eins og band." Platan var í smíðum frá 20. júlí 2008 til 22. október 2009. „Við köllum þetta abstrakt speis-rokk. Þetta er ambient-kennt og framúrstefnulegt," segir Hallvarður. „Ég hef gaman af King Crimson, metali, Sonic Youth og pönki. Sigfús hefur verið í mörgum verkefnum í gegnum tíðina. Við spilum báðir á gítar og hann á orgel þar að auki. Platan var eiginlega bara unnin með því að beita útilokunaraðferðinni." Varði er orðinn hámenntaður músíkant. Hann útskrifaðist úr tónsmíðadeild LHÍ 2006, tók kennsluréttindin og svo master í tónsmíðum frá Brooklyn College. Hann kennir nú í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. „Svo er maður að spila með hinum og þessum. Til dæmis með tónsmíðafélaginu S.L.Á.T.U.R. Annars er ég bara að komast niður á jörðina eftir Bandaríkjadvölina. Það var alveg frábær tími, en verst þegar gengið hrundi á miðju námsári. Maður var að drepast í nokkra mánuði en svo fóru þeir að borga út námslánin í dollurum svo þetta slapp fyrir horn." Coma Cluster-platan er eingöngu fáanleg á Netinu: comacluster.net. drg@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira