Lífið

Bubbi opnar Gay Pride í ár

Bubbi opnar hátíðina og hyggst syngja um hommann sem býr innra með hverjum karlmanni.fréttablaðið/stefán
Bubbi opnar hátíðina og hyggst syngja um hommann sem býr innra með hverjum karlmanni.fréttablaðið/stefán

„Ég ætla að syngja um hommann sem býr í öllum karlmönnum. Verið kræfur til kvenna? Jájá, en það gerir að verkum að maður skilur hommana. Neinei, ef við hættum að fíflast þá snýst þetta um að gangast við mennskunni í sjálfum sér og sjá tærleikann í vatninu," segir Bubbi Morthens.

Bubbi kemur fram fyrsta sinni á Gay Pride og mun opna hátíðina 6. ágúst í Háskólabíói. Bubbi gengur glaður til þess verkefnis. „Ég vona bara að einn daginn opni Árni Johnsen Gay Pride. Það væri ekki slæmt fyrir hann að láta sauma bleikan þríhyrning í jakkann sinn og syngja. Blóðið í okkur öllum er rautt. Og hjartslátturinn sá sami. Þetta snýst um að gleðjast yfir því að öll erum við mennsk."

Árið 1984 söng Bubbi eftirminnilega um Strákana á Borginni. Á þeim tíma voru málefni homma og lesbía miklum mun meira tabú en nú. „Ég man eftir atviki á Hótel Holti. Þar voru hjón sem svívirtu mig hátt og snjallt í matsalnum fyrir framan alla. Þeim var reyndar vísað á dyr. En það kom fyrir á þeim árum að maður fékk svívirðingar fyrir að hafa samið og sungið þetta lag. Svo gerði ég lag sem heitir Bleikir þríhyrningar sem er á plötunni Þrír heimar, ef ég man rétt. Jájá, ég hef allaveganna blandað mér í þessa umræðu. En þetta verður gaman."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.