Lífið

Þakkar Ash­ton fyrir

January Jones segir feril sinn vera fyrrverandi kærasta sínum að þakka.
January Jones segir feril sinn vera fyrrverandi kærasta sínum að þakka.
Mad Men-leikkonan January Jones var kærasta leikarans Ashtons Kutcher á árunum 1998 til 2001. Hún var þá fyrrverandi fyrirsæta sem hafði ákveðið að reyna fyrir sér sem leikkona.

Í nýjasta hefti tímaritsins GQ segir Jones að hún eigi leiklistarferil sinn Kutcher að þakka. „Hann studdi ekki við bakið á mér. Hann sagði við mig: „Ég held að þú eigir ekki eftir að verða góð leikkona.“ Núna getur hann aðeins sagt góða hluti um leik minn, ef hann hefur á annað borð eitthvað að segja. Ég ætti að þakka honum af því að um leið og einhver segir við mig að ég geti ekki gert eitthvað, þá fyrst verð ég ákveðin í að láta það rætast.“

Jones hefur verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í Mad Men.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.