Lífið

Tengjast virtum blússamtökum

Blúshátíð Reykjavíkur tengist nú blússamtökunum The Blues Foundation.
Blúshátíð Reykjavíkur tengist nú blússamtökunum The Blues Foundation.
Blúshátíð Reykjavíkur er orðin meðlimur í hinum virtu bandarísku samtökum The Blues Foundation sem standa á hverju ári fyrir alþjóðlegri hljómsveitakeppni. Til stendur að halda blúskeppni hér á landi og senda sigurvegaranna á blúshátíð sem samtökin halda í janúar á hverju ári í Memphis.

„Núna tengjumst við 165 blúshátíðum og félögum víðs vegar að úr heiminum. Það eru milljónir manna í þessum samtökum," segir Halldór Bragason, skipuleggjandi Blúshátíðarinnar.

Halldór er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann spilaði á einni þekktustu blúshátíð heims í Helena í Arkansas ásamt hinum 96 ára Pinetop Perkins, sem spilaði einmitt í Reykjavík í vor. Með þeim á sviðinu var Willie Big Eyes, sem hefur einnig komið hingað til lands, og þeir Bob Margolin og Bob Stroger. Allir hafa þeir getið sér gott orð fyrir að hafa spilað með goðsögninni Muddy Waters. „Það var rosalegur heiður að fá að gera þetta," segir Halldór.

„Þetta eru yndislegustu tónleikar sem ég hef spilað á með Pinetop." Með Halldóri í för var Jóhann Vilhjálmsson úr Blúsfélagi Reykjavíkur. Ferðuðust þeir einnig til blúsborgarinnar Clarksdale í Mississippi og skoðuðu fæðingarstað Muddy Waters. „Maður lifir á þessu í mörg ár," segir Jóhann um þessa miklu pílagrímsferð.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.