Tilbúin að eignast barn núna 6. janúar 2009 10:37 „Hann mun koma til með að vera með í öllum skoðunum og verslunarferðum til að undirbúa komu littla bumbubúans, fýlar sig í botn að vera litli pabbinn." „Ég er komin 20 vikur á leið og rétt farið að sjá á mér," svarar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrrum fjölmiðlakona þegar Vísir spyr um meðgönguna og tilveruna yfirleitt. „Það er voða gaman núna þegar maður finnur bumbuna vaxa og dafna. Mér hefur liðið alveg frábærlega frá fyrsta degi, ógleði gerði jú vart við sig fyrst en það er nú ekkert til að kvarta yfir þegar maður á von á svona kraftaverki í heiminn," segir Ragnheiður. „Svo er ég náttúrulega búin að öðlast 7 ára þroska síðan Tristan kom í heiminn og er að sjálfsögðu mun meira tilbúin að eignast barn núna," segir Ragnheiður. Ertu dugleg að hreyfa þig? „Já ég stunda hreyfingu á hverjum degi enda þrefalt orkumeiri á meðgöngu en vanalega. Það er líka nauðsynlegt að vera í góðu formi á meðgöngunni og sérstaklega í fæðingunni. Þannig að mér finnst nauðsynlegt að líkami og sál séu í góðu lagi á þessum besta tíma lífsins sem maður á að njóta í botn." Finnur þú mikinn mun ef þú berð saman fyrri meðgöngu? „Nei alls ekki. Eini munurinn er að ég er mun meðvitaðri um meðgönguna núna heldur en með fyrsta barn. Ég hef alltaf stundað heilbrigðan lífsstíl og það breytist ekki neitt þó ég sé ófrísk eða ekki, ef eitthvað er þá frekar að maður verði enn heilbrigðari á meðgöngu. „Munurinn er þó að nú er maður kominn á fullt í lífrænt og ætli ég geti ekki sagt að þetta barn verði meira lífrænt ræktað en fyrsta barnið." Á fullu í Háskólanum „Ég er á fullu í sálfræðinni við HÍ, er einnig að vinna við markaðs og sölumál á lífrænum og náttúrulegum fæðubótarefnum og vítamínum. Mér finnst frábært að geta leiðbeint og hjálpað fólki að öðlast og eigna sér frábæran og heilbrigðan lífsstíl sem inniheldur góða næringu, hreyfingu og sterka sjálfsmynd." „Einnig er ég að aðstoða hann Ólaf Þór Ævarsson geðlækni með námskeið á vegum Streituskólans stress.is sem er æðislega gefandi og gaman, eitthvað sem allir þyrftu á að halda núna," segir Ragnheiður. Tekur Tristan þátt í að undirbúa komu barnsins? „Já hann er alveg á kafi í þessu með mér en er þó mest hræddur um að þetta verði systir. Honum finnst það ekki eins spennandi og lítill bróðir þó svo að hann eigi einn lítinn bróður nú þegar. Hann er á því skeiði að strákar eru jú skemmtilegri en stelpur. Alllavega núna," segir Ragnheiður og hlær. Lykillinn að hamingjunni „Efst á lista er að vera dugleg að dýfa mér á bólakaf í námið, ná önninni með stæl en strax eftir próf er ég sett, þannig að þá tekur bara eitt frábærasta verkefni við, sem er að verða móðir í annað sinn, annast lítið kríli, huga og hlúa að fjölskyldunni," svarar Ragnheiður. „Til að maður sé sáttur og hamingjusamur í þessu lífi skiptir mestu máli að hlúa að sjálfinu þínu þá getur þú sinnt öllu öðru í kringum þig og notið þess að lifa lífinu lifandi og tekið við ást og umhyggju allra þeirra sem þú hefur í kringum þig." „Árið á að verða streitulaust, ánægjulegt og gefa af sér góðar stundir sem ég mun þakka fyrir í framtíðinni. Fjölskyldan, hamingjan og heilsan er eitthvað sem toppar allt þetta veraldlega sem fólk er sífellt að glíma við að eignast eða verða," segir Ragnheiður að lokum. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég er komin 20 vikur á leið og rétt farið að sjá á mér," svarar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrrum fjölmiðlakona þegar Vísir spyr um meðgönguna og tilveruna yfirleitt. „Það er voða gaman núna þegar maður finnur bumbuna vaxa og dafna. Mér hefur liðið alveg frábærlega frá fyrsta degi, ógleði gerði jú vart við sig fyrst en það er nú ekkert til að kvarta yfir þegar maður á von á svona kraftaverki í heiminn," segir Ragnheiður. „Svo er ég náttúrulega búin að öðlast 7 ára þroska síðan Tristan kom í heiminn og er að sjálfsögðu mun meira tilbúin að eignast barn núna," segir Ragnheiður. Ertu dugleg að hreyfa þig? „Já ég stunda hreyfingu á hverjum degi enda þrefalt orkumeiri á meðgöngu en vanalega. Það er líka nauðsynlegt að vera í góðu formi á meðgöngunni og sérstaklega í fæðingunni. Þannig að mér finnst nauðsynlegt að líkami og sál séu í góðu lagi á þessum besta tíma lífsins sem maður á að njóta í botn." Finnur þú mikinn mun ef þú berð saman fyrri meðgöngu? „Nei alls ekki. Eini munurinn er að ég er mun meðvitaðri um meðgönguna núna heldur en með fyrsta barn. Ég hef alltaf stundað heilbrigðan lífsstíl og það breytist ekki neitt þó ég sé ófrísk eða ekki, ef eitthvað er þá frekar að maður verði enn heilbrigðari á meðgöngu. „Munurinn er þó að nú er maður kominn á fullt í lífrænt og ætli ég geti ekki sagt að þetta barn verði meira lífrænt ræktað en fyrsta barnið." Á fullu í Háskólanum „Ég er á fullu í sálfræðinni við HÍ, er einnig að vinna við markaðs og sölumál á lífrænum og náttúrulegum fæðubótarefnum og vítamínum. Mér finnst frábært að geta leiðbeint og hjálpað fólki að öðlast og eigna sér frábæran og heilbrigðan lífsstíl sem inniheldur góða næringu, hreyfingu og sterka sjálfsmynd." „Einnig er ég að aðstoða hann Ólaf Þór Ævarsson geðlækni með námskeið á vegum Streituskólans stress.is sem er æðislega gefandi og gaman, eitthvað sem allir þyrftu á að halda núna," segir Ragnheiður. Tekur Tristan þátt í að undirbúa komu barnsins? „Já hann er alveg á kafi í þessu með mér en er þó mest hræddur um að þetta verði systir. Honum finnst það ekki eins spennandi og lítill bróðir þó svo að hann eigi einn lítinn bróður nú þegar. Hann er á því skeiði að strákar eru jú skemmtilegri en stelpur. Alllavega núna," segir Ragnheiður og hlær. Lykillinn að hamingjunni „Efst á lista er að vera dugleg að dýfa mér á bólakaf í námið, ná önninni með stæl en strax eftir próf er ég sett, þannig að þá tekur bara eitt frábærasta verkefni við, sem er að verða móðir í annað sinn, annast lítið kríli, huga og hlúa að fjölskyldunni," svarar Ragnheiður. „Til að maður sé sáttur og hamingjusamur í þessu lífi skiptir mestu máli að hlúa að sjálfinu þínu þá getur þú sinnt öllu öðru í kringum þig og notið þess að lifa lífinu lifandi og tekið við ást og umhyggju allra þeirra sem þú hefur í kringum þig." „Árið á að verða streitulaust, ánægjulegt og gefa af sér góðar stundir sem ég mun þakka fyrir í framtíðinni. Fjölskyldan, hamingjan og heilsan er eitthvað sem toppar allt þetta veraldlega sem fólk er sífellt að glíma við að eignast eða verða," segir Ragnheiður að lokum.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira