Erlent

Hálfbróður Obama meinað að koma til Bretlands

Samson og Barack.
Samson og Barack. MYND/AFP

Samson Obama, hálfbróðir Baracks Obama Bandaríkjaforseti, fær ekki að heimsækja Bretland þar sem móður hans býr eftir að hann framvísaði ekki sínum skilríkjum þegar hann var handtekinn fyrir meint kynferðisbrot í nóvember. Hann var grunaður um að hafa áreitt unga stúlku. Þetta kemur fram í breska blaðinu News of the World.

Obama forseti á fjölmörg hálfsystkini en faðir hans átti börn með þremur konum. Eitt þeirra er Samson sem býr í Kenýa.

Þegar Samson var handtekinn gaf hann upp heimilisfang móður sinnar og framvísaði röngum persónuskilríkjum. Samson var ekki kærður í nóvember en lögregla tók hins vegar af honum fingraför.

Á leið til Bandaríkjanna til að vera viðstaddur innsetningu hálfbróðurs síns sem forseta Bandaríkjanna kom Samson við í Bretlandi. Þar var honum meinað innganga í landið þar sem upplýsingar um hið meinta kynferðisbrot komu upp í öryggiskerfi hjá starfsmönnum á flugvellinum.

Hvíta húsinu var tilkynnt um atburðinn, að sögn News of the World.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×