Innlent

Málið er í ákveðnu ferli

„Það er búið að vinna heilmikið í þessu máli og vinnsla er í gangi. Þetta er í ákveðnu ferli," segir Yngvi Hagalínsson, skólastjóri Hamraskóla, um eineltismálið sem greint er frá hér fyrir ofan.

Yngvi segir að málinu hafi, auk vinnslunnar í skólanum, verið vísað til menntasviðs Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs.

„Það er gert til að fá fleiri að því að skoða málið og meta," útskýrir hann.

Spurður hvort skólayfirvöld hefðu ekki þurft að grípa til aðgerða til að stöðva eineltið, sem staðið hefur undanfarnar vikur, sagði Yngvi að búið væri að stöðva það.

„Það eru alltaf tveir einstaklingar inni í kennslu­stofunni og mikil gæsla úti á velli," bætir hann við.

Spurður hvernig standi þá á því að þolandinn hafi verið kýldur í magann í fyrradag segir Yngvi erfitt að tjá sig um einstök mál af þessu tagi.

Spurður hvort eitthvað hafi séð á gerandanum eftir samskipti drengjanna segir skólastjórinn svo ekki vera. Varðandi blýantsstunguna segir Yngvi að í því tilviki hafi vinnuferli skólans brugðist, þar sem atvikið hafi ekki verið tilkynnt til skólayfirvalda strax.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×