Forstjóri FME: Löngu hættur að hugsa um Hafskipsmálið Breki Logason skrifar 3. apríl 2009 15:26 Gunnar Þ. Andersen nýráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins rak útibú Cosmos dótturfyrirtækis Hafskipa í New York fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Hann segir aðspurður um aðkomu sína að Hafskipsmálinu að það sé gamalt mál sem hann sé löngu hættur að hugsa um. Honum líkaði þó ekki starfið hjá Hafskipum og sagði upp. „Það samræmdist ekki upplifinu minni af siðferði," segir Gunnar sem var hjá Landsbankanum þegar Björgólfur Guðmundsson keypti bankann. Þá sagði hann líka upp störfum. Nú er Gunnar hinsvegar orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem hann segir mikinn heiður en um leið mikla áskorun. „Ég tel þetta mjög áhugavert starf, annars hefði ég ekki sótt um," segir Gunnar sem telur sig búa yfir mikilli reynslu úr bankaheiminum en hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs hjá Landsbankanum. Hann segist einnig búa yfir reynslu í samskiptum við matsfyrirtæki og erlenda banka. Hann segir að hlutverk FME sé meðal annars að endurheimta traust erlendis frá. „Við þurfum að endurreisa kerfið, byggja grunninn og hraða úrvinnslunni." Gunnar segist hafa hitt starfsfólk Fjármálaeftirlitsins og hafi verið mjög imponeraður af starfsfólkinu. Það hafi verið brosmilt og í góðu jafnvægi. „Við vitum hvað við ætlum að gera. Ég er því bjartsýnn á að okkur takist að vinna okkur í gegnum þetta, við verðum hinsvegar í kastljósinu og það verður vel fylgst með okkur." Aðspurður hversvegna hann hafi hætt störfum fyrir Hafskip á sínum tíma segir Gunnar að aðferðir Hafskipsmanna hafi ekki samræmst sinni upplifun af siðferði. Hann hafi hætt vegna svipaðra ástæðna þegar Björgólfur keypti Landsbankann. „Okkur hefur ekki tekist að vinna vel saman," segir Gunnar um samskipti þeirra Björgólfs Guðmundssonar. Aðspurður hvort þeir Björgólfur séu andstæðingar segir Gunnar svo ekki vera. „En ef það koma upp einhver mál sem kynnu að tengjast honum, fjölskyldu hans eða fyrirtækjum með einhverjum hætti, þá fá þau mál sömu meðhöndlun og önnur." Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Gunnar Þ. Andersen nýráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins rak útibú Cosmos dótturfyrirtækis Hafskipa í New York fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Hann segir aðspurður um aðkomu sína að Hafskipsmálinu að það sé gamalt mál sem hann sé löngu hættur að hugsa um. Honum líkaði þó ekki starfið hjá Hafskipum og sagði upp. „Það samræmdist ekki upplifinu minni af siðferði," segir Gunnar sem var hjá Landsbankanum þegar Björgólfur Guðmundsson keypti bankann. Þá sagði hann líka upp störfum. Nú er Gunnar hinsvegar orðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem hann segir mikinn heiður en um leið mikla áskorun. „Ég tel þetta mjög áhugavert starf, annars hefði ég ekki sótt um," segir Gunnar sem telur sig búa yfir mikilli reynslu úr bankaheiminum en hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs hjá Landsbankanum. Hann segist einnig búa yfir reynslu í samskiptum við matsfyrirtæki og erlenda banka. Hann segir að hlutverk FME sé meðal annars að endurheimta traust erlendis frá. „Við þurfum að endurreisa kerfið, byggja grunninn og hraða úrvinnslunni." Gunnar segist hafa hitt starfsfólk Fjármálaeftirlitsins og hafi verið mjög imponeraður af starfsfólkinu. Það hafi verið brosmilt og í góðu jafnvægi. „Við vitum hvað við ætlum að gera. Ég er því bjartsýnn á að okkur takist að vinna okkur í gegnum þetta, við verðum hinsvegar í kastljósinu og það verður vel fylgst með okkur." Aðspurður hversvegna hann hafi hætt störfum fyrir Hafskip á sínum tíma segir Gunnar að aðferðir Hafskipsmanna hafi ekki samræmst sinni upplifun af siðferði. Hann hafi hætt vegna svipaðra ástæðna þegar Björgólfur keypti Landsbankann. „Okkur hefur ekki tekist að vinna vel saman," segir Gunnar um samskipti þeirra Björgólfs Guðmundssonar. Aðspurður hvort þeir Björgólfur séu andstæðingar segir Gunnar svo ekki vera. „En ef það koma upp einhver mál sem kynnu að tengjast honum, fjölskyldu hans eða fyrirtækjum með einhverjum hætti, þá fá þau mál sömu meðhöndlun og önnur."
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira