Innlent

Óþarfa stóryrði hjá Ólafi F.

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir óþarfa af Ólafi F. Magnús­syni að viðhafa stóryrði og taka gagnrýni á kaup á Laugavegi 4 til 6 til sín eingöngu og vísar til viðtals við Ólaf í blaðinu í gær.

„Ég var ekki að saka Ólaf einan um peningaeyðslu, heldur Sjálfstæðisflokkinn fyrir að kaupa Ólaf til fylgilags við sig," segir Dagur. Hann hafi viljað draga fram að nú sé búið að eyða átta hundrað milljónum í hús sem hefðu annars verið friðuð. Um leið sé verið að skerða mjög mikilvæga þjónustu í borginni.

„Ég var einfaldlega að segja að sjálfstæðismenn hafa reynst einstaklega óábyrgðir í meðferð peninga borgarbúa á þessu kjörtímabili, en hann ákvað að taka það til sín." - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×