Lífið

Sportbílar og eld-gleypir á tískusýningu

Fashion party 2009 Sveinbi skipuleggur tísku- og danssýningu á Rúbín ásamt Rósinkrans Má Konráðssyni og Lindu Ósk Valdimarsdóttur danskennara.
Fréttablaðið/Pjetur
Fashion party 2009 Sveinbi skipuleggur tísku- og danssýningu á Rúbín ásamt Rósinkrans Má Konráðssyni og Lindu Ósk Valdimarsdóttur danskennara. Fréttablaðið/Pjetur

„Við ætlum að fara svolítið USA-leiðina og búa til alvöru tískusýningu með danssýningu og partíi eftir á,“ segir Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson eða Sveinbi, eigandi superman.is, sem skipuleggur svokallað Fashion Party 2009 á Rúbín næstkomandi föstudag, 27. nóvember.

„Ég var að tala við eiganda fataverslunarinnar fabulous.is og fékk þá þessa hugmynd. Daginn eftir fór ég af stað og það er búinn að fara rosalega mikill undirbúningur í þetta. Það eru æfingar tvisvar í viku hjá okkur fyrir tískusýninguna og búið að semja fjögur dansatriði,“ segir Sveinbi, en dansþjálfunin er í höndum Lindu Óskar Valdimarsdóttur.

Aðspurður segir Sveinbi margt um að vera í partíinu á föstudag. „Við verðum með eldgleypi fyrir utan sem tekur á móti gestum og sportbíla svona fyrir „lúkkið“. Sverrir Tattú verður svo á svæðinu með sinn stól. Hann mun byrja á því að tattúvera strák sem er búinn að panta verk og ef hann nær að klára það er möguleiki fyrir aðra að setjast í stólinn,“ útskýrir Sveinbi, en kynnir kvöldsins verður Haffi Haff.

„Miðasala verður við innganginn og svo ætlum við að bjóða hlustendum Flass FM 104,5 að hringja inn og komast á gestalista,“ segir hann og býst við góðri mætingu á Rúbín á föstudag, en húsið verður opnað klukkan 21.30. „Viðbrögðin eru búin að vera alveg svakaleg og við stefnum í að það mæti hátt í 500 manns,“ segir Sveinbi.- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.