Hljómalindarfólk á götunni á ný 1. október 2009 05:00 Hljómlind hættir. Helena Stefánsdóttir, ein fjögurra eigenda Hljómalindar, vonar að hægt verði að hefja rekstur í nýju húsnæði í nánustu framtíð.fréttablaðið/Stefán „Síðasti opnunardagurinn var á sunnudaginn og við erum bara að pakka öllu dótinu niður í þessum töluðu orðum,“ segir Helena Stefánsdóttir, ein fjögurra eigenda Kaffi Hljómalindar sem hætti rekstri á mánudaginn. Ástæða þess mun vera sú að Hljómalindarfólkið fékk ekki framlengdan leigusamninginn og missti því húsnæðið. „Þegar við tókum húsnæðið á leigu á sínum tíma gerðum við það upp fyrir næstum sex milljónir. Við áttum að fá að endurnýja samninginn og vera hér næstu árin og þess vegna lögðum við mikla vinnu og pening í að gera húsnæðið upp. Leigusalinn ákvað svo að hækka leiguna áður en nýr samningur var gerður og við höfðum einfaldlega ekki efni á því að borga þá upphæð og í kjölfarið sagði hann okkur upp leigunni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hljómalindarfólkið þarf að flytja sig um set því umræddur leigusali rak þau einnig úr Hljómalindarhúsinu við Laugaveg 21 árið 2008. „Fólkið sem kom á eftir okkur inn í Hljómalindarhúsið var mjög heppið, það þurfti lítið að gera við húsnæðið til að byggja upp sinn rekstur. Svipað átti sér stað með skemmtistaðinn Sirkus, en það húsnæði er í eigu sama aðila, þar var leigutaka sagt upp og húsið stendur enn autt,“ segir Helena. Hún segir að eigendur Hljómalindar leiti nú að nýju húsnæði í miðbæ Reykjavíkur og segir jafnvel koma til greina að kaupa hús undir reksturinn. „Það kemur vel til greina að kaupa einfaldlega húsnæði til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig enn eina ferðina. Vonandi getum við byrjað aftur sem allra fyrst, enda hefur Hljómalind þjónað sem hálfgerð félagsmiðstöð bæði fyrir fjölskyldufólk og ungmenni um árabil.“ - sm Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rut Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
„Síðasti opnunardagurinn var á sunnudaginn og við erum bara að pakka öllu dótinu niður í þessum töluðu orðum,“ segir Helena Stefánsdóttir, ein fjögurra eigenda Kaffi Hljómalindar sem hætti rekstri á mánudaginn. Ástæða þess mun vera sú að Hljómalindarfólkið fékk ekki framlengdan leigusamninginn og missti því húsnæðið. „Þegar við tókum húsnæðið á leigu á sínum tíma gerðum við það upp fyrir næstum sex milljónir. Við áttum að fá að endurnýja samninginn og vera hér næstu árin og þess vegna lögðum við mikla vinnu og pening í að gera húsnæðið upp. Leigusalinn ákvað svo að hækka leiguna áður en nýr samningur var gerður og við höfðum einfaldlega ekki efni á því að borga þá upphæð og í kjölfarið sagði hann okkur upp leigunni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hljómalindarfólkið þarf að flytja sig um set því umræddur leigusali rak þau einnig úr Hljómalindarhúsinu við Laugaveg 21 árið 2008. „Fólkið sem kom á eftir okkur inn í Hljómalindarhúsið var mjög heppið, það þurfti lítið að gera við húsnæðið til að byggja upp sinn rekstur. Svipað átti sér stað með skemmtistaðinn Sirkus, en það húsnæði er í eigu sama aðila, þar var leigutaka sagt upp og húsið stendur enn autt,“ segir Helena. Hún segir að eigendur Hljómalindar leiti nú að nýju húsnæði í miðbæ Reykjavíkur og segir jafnvel koma til greina að kaupa hús undir reksturinn. „Það kemur vel til greina að kaupa einfaldlega húsnæði til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig enn eina ferðina. Vonandi getum við byrjað aftur sem allra fyrst, enda hefur Hljómalind þjónað sem hálfgerð félagsmiðstöð bæði fyrir fjölskyldufólk og ungmenni um árabil.“ - sm
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rut Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira