Lífið

Kattholt vill gefa Ögmundi kött

Mikil viðbrögð urðu við frétt Fréttablaðsins um ófremdarástand í Kattholti. Átta fjölskyldur höfðu þegar tekið að sér kisur.Fréttablaðið/GVA
Mikil viðbrögð urðu við frétt Fréttablaðsins um ófremdarástand í Kattholti. Átta fjölskyldur höfðu þegar tekið að sér kisur.Fréttablaðið/GVA

„Það voru mikil viðbrögð hérna eftir að fréttin birtist, allar símalínur hafa verið rauðglóandi,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins sem á og rekur Kattholt.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert ófremdarástand í Kattholti en aldrei hafa komið þangað jafnmargir kettir og á undanförnum vikum og dögum. Margir þessara katta verða veikir af því áfalli sem fylgir dvölinni í Kattholti og sumum þarf hreinlega að lóga.

Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sigríði í gær var hins vegar ögn léttara yfir henni því tekist hafði að koma átta köttum í öruggt skjól. Búið var að örmerkja þá og hreinsa. Sigríður segir að hún sé alveg ótrúlega ánægð með þessi viðbrögð og vonast til að fleiri muni jafnvel koma heimilislausu kisunum til bjargar.

„En auðvitað getum við ekki bjargað öllum,“ segir Sigríður og bætir því við að Kattholt sé reiðubúið að gefa manni gærdagsins, Ögmundi Jónassyni, kött en hann sagði af sér ráðherradómi. „Ögmundur og kettirnir eru svipaðir, þeir fara sínar eigin leiðir.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.