Húsleitir hjá PWC og KPMG Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2009 12:55 Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja hald á gögn sem tengjast endurskoðun á reikningsskilum Landsbanka Íslands hf og Glitnis banka hf og dótturfélögum þeirra. Í tilkynningu frá PricewaterhouseCoopers kemur fram að fyrir liggi að heimsóknin tengist rannsókn embættisins á falli bankanna. Í tilkynningunni er jafnframt tekið fram að gagnaöflunin beinist ekki að PricewaterhouseCoopers, einstökum starfsmönnum félagins né öðrum viðskiptavinum þess. Í tilkynningunni segir að af hálfu PricewaterhouseCoopers sé lögð áhersla á að vinna sem best með embættinu og séu starfsmönnum þess afhent öll umbeðin gögn. Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, sendi frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið. „Tilgangur húsleitanna var að leita að og haldleggja sönnunargögn í þágu rannsókna á ýmsum sakarefnum sem þegar hafa verið tekin til rannsóknar af hálfu embættisins,“ segir þar. „Til rannsóknar eru m.a. grunur um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga, auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Til grundvallar húsleitunum liggur m.a. athugun fransks endurskoðanda á ársreikningum bankanna,“ segir ennfremur. Að sögn Ólafs voru aðgerðirnar víðtækar og tóku alls um 22 þátt í aðgerðunum. „Auk starfsmanna embættisins tóku þátt í húsleitunum lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þ.á m. sérfræðingar í haldlagningu og meðferð rafrænna gagna og sex erlendir sérfræðingar á sviði endurskoðunar.“ Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja hald á gögn sem tengjast endurskoðun á reikningsskilum Landsbanka Íslands hf og Glitnis banka hf og dótturfélögum þeirra. Í tilkynningu frá PricewaterhouseCoopers kemur fram að fyrir liggi að heimsóknin tengist rannsókn embættisins á falli bankanna. Í tilkynningunni er jafnframt tekið fram að gagnaöflunin beinist ekki að PricewaterhouseCoopers, einstökum starfsmönnum félagins né öðrum viðskiptavinum þess. Í tilkynningunni segir að af hálfu PricewaterhouseCoopers sé lögð áhersla á að vinna sem best með embættinu og séu starfsmönnum þess afhent öll umbeðin gögn. Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, sendi frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið. „Tilgangur húsleitanna var að leita að og haldleggja sönnunargögn í þágu rannsókna á ýmsum sakarefnum sem þegar hafa verið tekin til rannsóknar af hálfu embættisins,“ segir þar. „Til rannsóknar eru m.a. grunur um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga, auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum. Til grundvallar húsleitunum liggur m.a. athugun fransks endurskoðanda á ársreikningum bankanna,“ segir ennfremur. Að sögn Ólafs voru aðgerðirnar víðtækar og tóku alls um 22 þátt í aðgerðunum. „Auk starfsmanna embættisins tóku þátt í húsleitunum lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þ.á m. sérfræðingar í haldlagningu og meðferð rafrænna gagna og sex erlendir sérfræðingar á sviði endurskoðunar.“
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira