Innlent

Lést við köfun

Maður lést við köfun í Hvammsvík í Hvalfirði í dag. Lögregla fékk tilkynningu um mann í vanda í sjónum um þrjú leytið og sendi á vettvang nokkuð fjölmennt lið. Kafarar og menn á slöngubát voru þar á meðal, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.

Maðurinn hafði verið við köfun ásamt öðrum manni. Tildrög slyssins eru ókunn, en félagi mannsins hringdi eftir aðstoð.

Maðurinn var úrskurðaður látinn þegar björgunarlið kom á staðinn. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.




Tengdar fréttir

Alvarlegt slys í Hvammsvík

Alvarlegt slys varð í Hvammsvík fyrr í dag þegar maður missti þar meðvitund. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var færður í þyrluna sem lenti í Reykjavík á fimmta tímanum.

Maður hafnaði í sjónum í Hvammsvík

Lögreglumenn úr Reykjavík og frá Akranesi og sjúkraflutningamenn komu meðvitundarlausum manni til hjálpar í Hvammsvík við Kjalarnes fyrir stundu. Björgunarmenn voru með töluverðan viðbúnað en greiðlega gekk að komast að manninum samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamanni. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu og ekki er hægt að greina frá tildrögum þess að maðurinn hafnaði í sjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×