Búið að ráða leikstjóra fyrir Jar City 9. október 2009 07:00 Tod Williams mun leikstýra Jar City sem Baltasar Kormákur framleiðir en það er endurgerð á kvikmyndinni Mýrinni sem byggð er bók Arnaldar Indriðasonar. Bandaríski leikstjórinn Tod Williams hefur verið ráðinn til að leikstýra amerísku útgáfunni af Mýrinni eða Jar City eins og hún heitir á enskri tungu. Þetta staðfestir Baltasar Kormákur í samtali við Fréttablaðið. Framleiðslufyrirtækið Overture framleiðir myndina ásamt Baltasar og dreifir henni en hún mun gerast að mestu leyti í Louisiana auk þess sem einhver atriði verða tekin upp í Chicago. Baltasar líst vel á leikstjórann þótt hann hafi kannski ekki gert margar myndir. „Hann leikstýrði kvikmyndinni The Door in the Floor með Jeff Bridges og Kim Basinger sem var byggð á bók eftir John Irving. Hún var virkilega flott," segir Baltasar og er glaður að fyrirtækið skuli hafa farið þá leið að velja leikstjóra sem gerir vandaðar myndir. Engir leikarar hafa verið ráðnir í hlutverk Erlendar og Evu Lindar en Baltasar segir fyrirtækið vera með lista af flottum týpum í hlutverkin. Af trúnaðarástæðum geti hann hins vegar ekki gefið þau nöfn upp. Leikstjórinn hefur lesið handritið að myndinni og líst vel á það. Vissulega sé margt breytt en einhverju hafi verið haldið til haga. „Sumar senurnar eru alveg eins og í Mýrinni, og einhverjar setningar eru beint upp úr myndinni þannig að þeir halda töluverðri tryggð við upprunalegu útgáfuna." Baltasar er jafnframt ánægður fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar en tvö verka hans eru nú í réttum farvegi í Hollywood, Mýrin og svo auðvitað Reykjavík-Rotterdam. „Við erum með tvær myndir sem eru komnar þetta langt í endurgerðarferlinu og báðar tengjast honum, þannig að það hlýtur að segja eitthvað." Baltasar bætir því við að hann hafi fundið fyrir töluvert meiri áhuga á Reykjavík-Rotterdam eftir að fréttir bárust þess efnis að Mark Wahlberg hygðist leika í bandarísku útgáfunni. „Það voru þýskir aðilar sem föluðust eftir myndinni og svo er örugglega verið að hlaða henni mikið niður á Torrent." Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Tod Williams hefur verið ráðinn til að leikstýra amerísku útgáfunni af Mýrinni eða Jar City eins og hún heitir á enskri tungu. Þetta staðfestir Baltasar Kormákur í samtali við Fréttablaðið. Framleiðslufyrirtækið Overture framleiðir myndina ásamt Baltasar og dreifir henni en hún mun gerast að mestu leyti í Louisiana auk þess sem einhver atriði verða tekin upp í Chicago. Baltasar líst vel á leikstjórann þótt hann hafi kannski ekki gert margar myndir. „Hann leikstýrði kvikmyndinni The Door in the Floor með Jeff Bridges og Kim Basinger sem var byggð á bók eftir John Irving. Hún var virkilega flott," segir Baltasar og er glaður að fyrirtækið skuli hafa farið þá leið að velja leikstjóra sem gerir vandaðar myndir. Engir leikarar hafa verið ráðnir í hlutverk Erlendar og Evu Lindar en Baltasar segir fyrirtækið vera með lista af flottum týpum í hlutverkin. Af trúnaðarástæðum geti hann hins vegar ekki gefið þau nöfn upp. Leikstjórinn hefur lesið handritið að myndinni og líst vel á það. Vissulega sé margt breytt en einhverju hafi verið haldið til haga. „Sumar senurnar eru alveg eins og í Mýrinni, og einhverjar setningar eru beint upp úr myndinni þannig að þeir halda töluverðri tryggð við upprunalegu útgáfuna." Baltasar er jafnframt ánægður fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar en tvö verka hans eru nú í réttum farvegi í Hollywood, Mýrin og svo auðvitað Reykjavík-Rotterdam. „Við erum með tvær myndir sem eru komnar þetta langt í endurgerðarferlinu og báðar tengjast honum, þannig að það hlýtur að segja eitthvað." Baltasar bætir því við að hann hafi fundið fyrir töluvert meiri áhuga á Reykjavík-Rotterdam eftir að fréttir bárust þess efnis að Mark Wahlberg hygðist leika í bandarísku útgáfunni. „Það voru þýskir aðilar sem föluðust eftir myndinni og svo er örugglega verið að hlaða henni mikið niður á Torrent."
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira