Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir krefja þrotabú Landsbankans um tugi milljarða

Nánast útilokað er að lífeyrissjóðir landsins fái nokkuð upp í hátt í hundrað milljarða kröfu sem þeir gera í þrotabú Gamla Landsbankans.

Milljarða kröfur hafa að undanförnu streymt í þrotabú Landsbankans úr öllum heimshornum. Frá Bretlandseyjum, Austurlöndum fjær ásamt löndum á borð við Andorra Kazakstan.

Samtals nema kröfurnar um 6.400 milljörðum króna. Í einhverjum tilfellum er kröfum lýst oftar en einu sinni. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem fréttastofa hefur undir höndum.

Forgangskröfum upp á 2.800 milljarða er lýst í þrotabúið. Af þeim hefur slitastjórn bankans samþykkt hátt í þrettán hundruð milljarða. Líklegt er að það sé endanleg tala, samkvæmt heimildum. Nýjasta mat gerir ráð fyrir að hátt í níutíu prósent fáist upp í samþykktar forgangskröfur, sem að megninu eru tilkomnar vegna Icesave. Það þýðir að ekkert fæst upp í stóran hluta af lýstum forgangskröfum, eða 1500 milljarða.

Kröfur lífeyrissjóða landsins eru gífurlega margar en eftir því sem næst verður komist nema þær samtals hátt í 90 milljörðum.

Þá gerir Fjármálaráðuneytið 80 milljarða kröfu og Seðlabankinn krefst 17 milljarða, svo eitthvað sé nefnt.

Ljóst þykir að ekkert fáist upp í kröfur lífeyrissjóðanna, Seðlabankans né ríkisins frekar en aðrar almennar kröfur í þrotabú bankans.




Tengdar fréttir

Tíu fyrrum toppar Landsbankans vilja 2 milljarða

Tíu hæstu kröfur fyrrverandi starfsmanna Landsbankans nema rúmlega tveimur milljörðum króna. Hæstu kröfuna á Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, en hann fer fram á rúmar 490 milljónir króna.

Kröfulisti Landsbankans: Deutsche Bank með 403 milljarða

Stærsti einstaki kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans, að Icesave frátöldu, er þýski stórbankinn Deutsche Bank. Samtals gerir Deutsche Bank og dótturfélög hans kröfur upp á 403 milljarða kr. í búið samkvæmt kröfuhafalista bankans.

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.

Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu

Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×