Innlent

Strandveiðar hefjast

Þeir sem hug hafa á byrja að róa til fiskjar í sumar geta nú sótt um leyfi til Fiskistofu. Ný lög um frjálsar strandveiðar hafa tekið gildi og í hádeginu undirritaði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra reglugerð um veiðarnar.

Til að menn fái veiðileyfi þurfa þeir að hafa sjálfvirkan fjareftirlitsbúnað um borð í fiskibátnum svo unnt sé að fylgjast með tímalengd veiðiferðar.

Veiðarnar verða aðeins leyfðar yfir sumartímann til loka ágústmánaðar og mega menn mest vera fjórtán tíma á sjó fimm daga vikunnar. Leyfður hámarksafli í hverri veiðiferð er 800 kíló.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×