Erlent

Kynjaskiptir lestarvagnar gegn öfuguggum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Konur stíga um borð í lestarvagn sem ætlaður er konum eingöngu í Tókýó.
Konur stíga um borð í lestarvagn sem ætlaður er konum eingöngu í Tókýó. MYND/Reuters

Rekstraraðilar járnbrauta í Tókýó, höfuðborg Japans, íhuga nú að taka í notkun lestarvagna fyrir karla eingöngu til að fyrirbyggja kynferðislega áreitni en töluvert er um að fingralangir öfuguggar gerist fjölþreifnir í yfirfullum vögnum á háannatíma þegar farþegarnir eru sem sardínur í dós í vögnunum.

Nokkur ár eru síðan sérstakir kvennavagnar voru teknir í notkun til að draga úr vandanum og hafa karlar nú stigið fram og farið fram á að teknir verði upp vagnar, eingöngu ætlaðir körlum, til að koma í veg fyrir rangar ásakanir um káf.

Í apríl féll tímamótadómur í hæstarétti Japans þar sem dómi undirréttar var snúið við og háskólaprófessor sýknaður af áburði um að hafa káfað á stúlku í lestinni. Vandamálið er af töluverðri stærðargráðu sem sjá má af því að árið 2007 voru um 2.000 manns handteknir í Tókýó einni fyrir kynferðislega áreitni í lestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×