Milljón fyrir bestu myndirnar 9. október 2009 05:00 Allir Íslendingar geta tekið þátt í verðlaunasamkeppni um forsíðu Símaskrárinnar.fréttablaðið/valli „Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. Verðlaunasamkeppni hefst í næstu viku um forsíðu Símaskrárinnar 2010 þar sem áhersla verður lögð á að sýna Ísland í jákvæðu ljósi. Allir geta tekið þátt og er verðlaunaféð ein milljón króna. Sjö hundruð þúsund fást fyrir fyrsta sætið, 200 þúsund fyrir annað og 100 þúsund fyrir það þriðja. Sérstök aukaverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur verða jafnframt veitt fyrir jákvæðustu tillöguna. Sigurmyndin verður prentuð í 150 þúsund eintökum og því um einstakt tækifæri að ræða fyrir áhugasama Íslendinga. „Það verður voðalega gaman að vinna og fá myndina sína á forsíðu á útbreiddustu bók landsins, eins og við köllum hana,“ segir Guðrún María. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Símaskrárinnar og hæfir viðfangsefninu. Hugleikur Dagsson hefur átt forsíðu Símaskrárinnar síðustu tvö árin en núna var ákveðið að breyta til. Guðrún María leggur áherslu á að allir geti tekið þátt og sent inn sínar tillögur. „Þriggja ára gamalt barn má teikna mynd af Íslandi í jákvæðu ljósi og senda inn. Það fá allir tækifæri. Okkur finnst þetta rosalega spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur inn.“ Skilafrestur rennur út 1. desember. Eftir að greint hefur verið frá verðlaunahöfum er gert ráð fyrir að halda sýningu á innsendum tillögum. Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
„Okkur fannst í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu tilvalið að koma með eitthvað spennandi og jákvætt fyrir fólkið í þjóðfélaginu að hugsa um,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar. Verðlaunasamkeppni hefst í næstu viku um forsíðu Símaskrárinnar 2010 þar sem áhersla verður lögð á að sýna Ísland í jákvæðu ljósi. Allir geta tekið þátt og er verðlaunaféð ein milljón króna. Sjö hundruð þúsund fást fyrir fyrsta sætið, 200 þúsund fyrir annað og 100 þúsund fyrir það þriðja. Sérstök aukaverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur verða jafnframt veitt fyrir jákvæðustu tillöguna. Sigurmyndin verður prentuð í 150 þúsund eintökum og því um einstakt tækifæri að ræða fyrir áhugasama Íslendinga. „Það verður voðalega gaman að vinna og fá myndina sína á forsíðu á útbreiddustu bók landsins, eins og við köllum hana,“ segir Guðrún María. Myndverkið getur verið ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Símaskrárinnar og hæfir viðfangsefninu. Hugleikur Dagsson hefur átt forsíðu Símaskrárinnar síðustu tvö árin en núna var ákveðið að breyta til. Guðrún María leggur áherslu á að allir geti tekið þátt og sent inn sínar tillögur. „Þriggja ára gamalt barn má teikna mynd af Íslandi í jákvæðu ljósi og senda inn. Það fá allir tækifæri. Okkur finnst þetta rosalega spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur inn.“ Skilafrestur rennur út 1. desember. Eftir að greint hefur verið frá verðlaunahöfum er gert ráð fyrir að halda sýningu á innsendum tillögum.
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira