Innlent

Framboð Sóleyjar ekki vantraustsyfirlýsing

Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn Reykjavíkur.
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn Reykjavíkur. Mynd/Anton Brink
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í Reykjavík, segir að yfirlýsing Sóleyjar Tómsdóttur borgarfulltrúa þar sem hún gefur kost á sér í fyrsta sæti í forvali flokksins vegna komandi borgarstjórnarkosningum sé ekki vantraustsyfirlýsing á hann sem oddvita. Hann hefur áhuga á því að starfa áfram í forystusveit VG.

VG hlaut tvo borgarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006. Sóley tók sæti sem aðalmaður í borgarstjórn eftir að Svandís Svavarsdóttir var kjörin þingmaður fyrr á árinu. Á sama tíma tók Þorleifur við sem oddviti.

„Satt best og segja er ég alveg á kafi í fjárhagsáætlunarvinnu og hef ekki verið með hugann við þetta," segir Þorleifur aðspurður um yfirlýsingu Sóleyjar og hvort hann hafi hug á að gefa kost á sér í fyrsta sætið. „Sóley er mjög góður félagi og að mínu mati góður stjórnmálamaður."

Þorleifur hyggst taka sér tíma til að ákveða næstu skref. „Ég tók við þessu kefli sem oddviti frá Svandísi síðasta sumar og hef reynt að sinna því eftir bestu getu. Ég hef lýst því yfir að ég hafi áhuga á að starfa áfram í forystusveit VG. Framboðsfrestur rennur út um miðjan janúar og áður mun ég fara yfir stöðuna með mínum félögum."


Tengdar fréttir

Sóley sækist eftir fyrsta sætinu

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í febrúar. Hún leggur áherslu á félagslegan jöfnuð, kvenfrelsi og umhverfisvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×