Innlent

Sóley sækist eftir fyrsta sætinu

Mynd/Anton Brink
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í febrúar. Hún leggur áherslu á félagslegan jöfnuð, kvenfrelsi og umhverfisvernd.

VG hlaut tvo borgarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006. Sóley tók sæti sem aðalmaður í borgarstjórn eftir að Svandís Svavarsdóttir var kjörin þingmaður fyrr á árinu.

„Í vor fá Reykvíkingar tækifæri til uppgjörs við þá stefnu og það sinnuleysi sem ríkti fyrir hrun. Sitjandi meirihluti borgarstjórnar var kjörinn vorið 2006. Þá var borgin fjárhagslega sterk og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mynduðu meirihluta um einbýlishúsalóðir og vatnsrennibrautagarða. Í dag er staðan önnur. Reykjavíkurborg þarf á félagslegum áherslum að halda og forgangsröðun í þágu allra borgarbúa," segir Sóley í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×