Strandveiðar dæmi um misnotkun valds 30. október 2009 04:00 Málin rædd Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sjá strandveiðar ekki í sama ljósi. Hjá þeim stendur Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.fréttablaðið/gva Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði við upphaf aðalfundar sambandsins í gær að strandveiðar sumarsins séu dæmi um misnotkun valds. „Strandveiðarnar eru komnar til að vera. Þær verða áfram í viðlíka umfangi og var í sumar,“ segir hins vegar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. „Við höfum í áraraðir barist gegn óþolandi mismunun, þar sem ákveðnum hópum er hyglað á kostnað annarra í formi byggðakvóta, línuívilnunar og tilfærslu aflaheimilda til smábáta, nú síðast með strandveiðum,“ sagði Adolf í setningarræðu sinni. Bætti hann við að fjögur þúsund tonn af þorski hefði verið uppsett verð í „pólitískum atkvæðaveiðum“. Á sama tíma hafi aflaheimildir atvinnuútgerða og sjómanna verið skertar um 62 þúsund tonn af botnfiski. Sjávarútvegsráðherra kom í pontu á eftir Adolfi en minntist ekki á strandveiðikerfið í sinni ræðu. Aðspurður vildi hann ekkert tjá sig um gagnrýni formannsins. Hans framtíðarsýn á strandveiðikerfið er sú að það sé opnun inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem sé komið til að vera. Nú er beðið skýrslu frá strandsetri Háskóla Íslands á Ísafirði og síðan muni ráðuneytið gera tillögu um breytingar á stjórn fiskveiða um áframhald veiðanna á næsta ári. Það má segja að Adolf hafi höggvið til beggja handa í ræðu sinni. Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, gagnrýndi hann afar hart fyrir ræðu hans á ársfundi ASÍ nýlega. „Yfirlýsingar hans hafa ekki aðeins afhjúpað þekkingarleysi hans heldur hafa þær undirstrikað hroka og fyrirlitningu í garð þess fólks sem starfar við grundvallaratvinnuvegi landsins.“ Að vonum gagnrýndi Adolf hugmyndir um upptöku aflaheimilda og sakaði stjórnvöld um að skapa óróa innan sjávarútvegsins með því að kasta fram óútfærðum hugmyndum. Hann sagði óvissuna samfara þeim þegar hafa valdið tjóni. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var einnig á meðal umfjöllunarefnis í ræðu formannsins. Hann sagðist vera þess fullviss að þjóðin myndi aldrei samþykkja aðildarsamning sem fæli í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði við upphaf aðalfundar sambandsins í gær að strandveiðar sumarsins séu dæmi um misnotkun valds. „Strandveiðarnar eru komnar til að vera. Þær verða áfram í viðlíka umfangi og var í sumar,“ segir hins vegar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. „Við höfum í áraraðir barist gegn óþolandi mismunun, þar sem ákveðnum hópum er hyglað á kostnað annarra í formi byggðakvóta, línuívilnunar og tilfærslu aflaheimilda til smábáta, nú síðast með strandveiðum,“ sagði Adolf í setningarræðu sinni. Bætti hann við að fjögur þúsund tonn af þorski hefði verið uppsett verð í „pólitískum atkvæðaveiðum“. Á sama tíma hafi aflaheimildir atvinnuútgerða og sjómanna verið skertar um 62 þúsund tonn af botnfiski. Sjávarútvegsráðherra kom í pontu á eftir Adolfi en minntist ekki á strandveiðikerfið í sinni ræðu. Aðspurður vildi hann ekkert tjá sig um gagnrýni formannsins. Hans framtíðarsýn á strandveiðikerfið er sú að það sé opnun inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem sé komið til að vera. Nú er beðið skýrslu frá strandsetri Háskóla Íslands á Ísafirði og síðan muni ráðuneytið gera tillögu um breytingar á stjórn fiskveiða um áframhald veiðanna á næsta ári. Það má segja að Adolf hafi höggvið til beggja handa í ræðu sinni. Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, gagnrýndi hann afar hart fyrir ræðu hans á ársfundi ASÍ nýlega. „Yfirlýsingar hans hafa ekki aðeins afhjúpað þekkingarleysi hans heldur hafa þær undirstrikað hroka og fyrirlitningu í garð þess fólks sem starfar við grundvallaratvinnuvegi landsins.“ Að vonum gagnrýndi Adolf hugmyndir um upptöku aflaheimilda og sakaði stjórnvöld um að skapa óróa innan sjávarútvegsins með því að kasta fram óútfærðum hugmyndum. Hann sagði óvissuna samfara þeim þegar hafa valdið tjóni. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var einnig á meðal umfjöllunarefnis í ræðu formannsins. Hann sagðist vera þess fullviss að þjóðin myndi aldrei samþykkja aðildarsamning sem fæli í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent