Lífið

DR vill Jóhönnu í jólaþátt

Eftirsótt Eurovision-stjarnan Jóhanna Guðrún er eftirsótt og hefur DR, danska ríkissjónvarpið, meðal annars óskað eftir nærveru hennar á jólatónleikum sínum.
Eftirsótt Eurovision-stjarnan Jóhanna Guðrún er eftirsótt og hefur DR, danska ríkissjónvarpið, meðal annars óskað eftir nærveru hennar á jólatónleikum sínum.

„Já, þeir vilja fá hana til að syngja í sérstökum jólaþætti. Við erum bara að skoða dagskrána hjá okkur og sjá hvernig þetta lítur út allt saman," segir María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar.

Danska ríkissjónvarpið, DR, hefur óskað eftir því að íslenska Eurovision-stjarnan komi fram á sérstökum jólatónleikum sjónvarpsstöðvarinnar sem njóta mikilla vinsælda ár hvert. Fremstu tónlistarmenn Danmerkur taka yfirleitt þátt og í fyrra tróð meðal annars kertaljósadrottningin Katie Melua upp á tónleikum sjónvarpsins í Álaborg.

María segir annars viðbúið að Jóhanna muni búa næstu vikur og mánuði í ferðatösku. „Hún verður meira og minna á ferð og flugi í október, nóvember og desember," segir María.

Meðal annars eru fyrirhugaðir tónleikar í Danmörku og Svíþjóð en þar nýtur Is it True? enn mikilla vinsælda og er ofarlega á sænskum vinsældalistum. Plata Jóhönnu, Elvis & Butterflies, kemur síðan út í Póllandi og Rússlandi í næsta mánuði og reiknaði María fastlega með því að Jóhanna myndi fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.