Lífið

Hamingjuóskum rignir inn

Kamilla Ingibergsdóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, skipuleggjendur You Are in Control.
fréttablaðið/valli
Kamilla Ingibergsdóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, skipuleggjendur You Are in Control. fréttablaðið/valli

„Þetta gekk ótrúlega vel. Það voru tæplega þrjú hundruð manns sem sóttu hana og það voru allir mjög ánægðir,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, einn af skipuleggjendum tónlistarráðstefnunnar You Are in Control sem var haldin fyrir skömmu. Einn af gestum hátíðarinnar var Alicen Catron Schneider, sem velur tónlist í þætti á NBC-sjónvarpsstöðinni á borð við Heroes, Trauma og Royal Pains.

„Hún fékk fullt af diskum frá íslenskum tónlistarmönnum og var fullbókuð á hraðstefnumótunum,“ segir Kamilla og bætir við: „Það hefur rignt inn hamingjuóskum og þakkarbréfum undanfarna daga frá þeim sem komu að utan. Fólk hefur sagt að það ætli að vera sendiherrar fyrir You Are in Control, meðal annars í Þýskalandi. Þannig að við erum ánægð og nokkuð viss um að við séum að gera góða hluti.“

Ýmislegt var um að vera fyrir gesti ráðstefnun­nar. Sumir fóru í Bláa lónið og einhverjir í Krýsuvík, auk þess sem flestir sóttu tónleikaröðina Réttir sem var haldin á sama tíma. Meðal annars sá stór hópur íslensku trúbatrixurnar spila á Rósenberg og skemmti hann sér prýðilega. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.