Innlent

Þingmenn rjúka á dyr eftir ræðu þingmanns Vinstri grænna

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ásbjörn Óttarsson yfirgaf einnig þingsalinn í stuðningsskyni við Ásmund Einar.
Ásbjörn Óttarsson yfirgaf einnig þingsalinn í stuðningsskyni við Ásmund Einar. Mynd/Vilhelm

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, yfirgaf þingsal og sagðist ekki ætla að taka þátt í umræðum um aðildarumsókn að Evrópusambandinu eftir stutta ræðu. Hann sagðist ekki vera óbundinn í málinu vegna utanaðkomandi þrýstings.

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og lýsti því yfir í kjölfar ræðu Ásmundar að þetta væri dapurlegur dagur. Hann sagðist ætla að veita Ásmundi móralskan stuðning og yfirgaf einnig þingsalinn í því skyni. Hann sagðist ekki ætla að taka frekari þátt í umræðunum.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, neitaði einnig að taka þátt í umræðum um málið til að sýna þingmanni Vinstri grænna samstöðu. Hún hrósaði honum fyrir hetjuskap.

Vísir mun áfram segja frá ef fleiri þingmenn fara að fordæmi þeirra Ásmundar, Ásbjörns og Margrétar.






Tengdar fréttir

Hornreka í eigin flokki

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að þingið sé í gíslingu vegna Evrópusambandsmálsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×