Innlent

Lokað vegna veðurblíðu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Það verða engir bílar brunandi um Pósthússtrætið um helgina.
Það verða engir bílar brunandi um Pósthússtrætið um helgina.
Pósthússtræti verður lokað vegna veðurblíðu í dag og um helgina. Pósthússtrætinu hefur iðulega verið lokað í sumar á góðum dögum, sem hluti af Grænu skrefunum í Reykjavík.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar hefur lokun götunnar í blíðviðri lagst vel í bæði gangandi vegfarendur og þá sem reka veitingahús umhverfis Austurvöll.

„Góð stemmning skapast á Austurvelli þegar veður er gott og á lokun Pósthússtrætis að styðja þá stemmningu með því að girða fyrir bílaumferð sem tekur rými, veldur óþarfa hávaða og mengun," segir jafnframt í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×