Innlent

Lömdu gamlan mann og rændu skartgripabúð

Dómur féll í morgun í Hérasdómi Reykjavíkur.
Dómur féll í morgun í Hérasdómi Reykjavíkur.

Síbrotamennirnir Guðmundur Jakob Jónsson og Baldur Þór Guðmundsson voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir líkamsárásir, þjófnaðarbrot, hylmingu, tilraunir til fjársvika og fleira.

Guðmundur Jakob var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða langt fangelsi en hann rauf skilorð með glæpunum. Baldur Þór var dæmdur í tíu mánaða fangelsi. Báðir mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi og dregst sú refsing frá.

Mennirnir voru samanlagt ákærðir í 34 liðum en meðal alvarlegustu brota var fólskuleg líkamsárás Guðmundar gegn manni á sjötugsaldrinum á Laugaveginum í maí á síðasta ári. Þá gekk hann í skrokk á manninum og rændi hann. Kona hafði boðist til þess að sofa hjá manninum fyrir pening og svo kom Guðmundur og lamdi hann. Þá sparkaði konan í gamla manninn liggjandi. Rifbein brotnuðu við árásina.

Það var svo í september sem Guðmundur auk Baldurs stálu skartgripum frá Frank Michelsen skartgripasmiði á Laugaveginum. Mennirnir þekktust af öryggismyndavélum búðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×