Lífið

Megas í sólskinsskapi í Hljómskálagarði

Megas tekur góða skapið með sér í hljómskálagarðinn.
fréttablaðið/Völundur
Megas tekur góða skapið með sér í hljómskálagarðinn. fréttablaðið/Völundur

Megas og Senuþjófarnir verða aðalnúmer útitónleika sem FTT stendur fyrir í Hljómskálagarðinum í dag en tónleikarnir eru hluti af Íslensku tónlistarsumri 2009 í Björtu Reykjavík. Að sögn Jakobs Frímanns, formanns FTT, er öllum borgarbúum boðið til garðveislu. „Snúa vörn í sókn og efla alla dáð. Í fyrra voru vel heppnaðir tónleikar Mezzo­forte og nú eru það Megas og Senuþjófarnir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 við styttu Jónasar,“ segir Jakob. Aðgangur ókeypis.

Jakob lofar Megasi í góðu formi. Og mega borgarbúar búast við honum í sannkölluðu sumarskapi við flutning allra sinna vinsælustu laga. Gaman er að segja frá því að Megas hefur sennilega aldrei verið vinsælli en einmitt nú. „Það er nýbúið að taka á honum púlsinn, mæla Megas og hann hefur aldrei þótt heitari.

Eða svo segir Mogginn. Eða, þetta fann hann Biggi í Maus út. Hann er með hipp-mælinn á lofti og mældi Megas í hæstu hæðum,“ segir Jakob. Og bætir því við að FTT menn ætli ekki að láta þar við sitja. „Tónlistar­sumarið hófst formlega á mánudag með tónleikum Hjaltalín og Víkings Heiðars Ólafssonar í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu og heldur áfram fram yfir menningarnótt 22.ágúst.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.