Innlent

Hornreka í eigin flokki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur Daði Einarsson segir að meirihlutavilji sé fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu. Mynd/ Anton Brink.
Ásmundur Daði Einarsson segir að meirihlutavilji sé fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu. Mynd/ Anton Brink.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að þingið sé í gíslingu vegna Evrópusambandsmálsins.

Hann sagði að sér hefði ekki verið gefið tækifæri til að fylgja eigin sannfæringu í afstöðu sinni til þingsályktunartillögunnar um aðild að Evrópusambandinu. „Það er engin spurning að ef hver og einn fylgdi sínu máli væri meirihluti fyrir tvíhliða atkvæðagreiðslu," segir Ásmundur Einar.

Ásmundur var einn þeirra fjögurra þingmanna sem stóðu að því að semja breytingartillögu við þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu. Hann hætti við að vera meðflutningsmaður með tillögunni og sagði á þingi að hann hefði verið beittur þrýstingi. Honum hafi verið tjáð að framtíð stjórnarsamstarfsins væri í húfi. Ásmundur ætlar hins vegar að styðja tillöguna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×