Innlent

ESB á dagskrá þingsins í dag

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Fáni Evrópusambandsins
Fáni Evrópusambandsins
Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður tekin til síðari umræðu í þinginu í dag. Þingfundur hófst klukkan 10:30 og er aðildarályktunin sjötta mál á dagskrá.

Sjöunda mál á dagskrá er svo gagnályktunartillaga stjórnarandstöðunnar sem gengur undir yfirskriftinni Undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×