Erlent

Íslenskur þorskur í úrslitum í Bretlandi

Fish ´n´chips
Fish ´n´chips
Spennan er heldur betur farin að magnast í keppninni um besta „Fish ´n´Chips" staðinn í Bretlandi. Nú eru einungis sex staðir eftir í keppninni en flestir hafa sterkar skoðanir á því hvernig best sé að útbúa þennan þjóðarrétt Breta.

„Þetta er mikill heiður, ekki aðeins fyrir mig, heldur einnig fyrir allt starfsfólkið mitt sem leggur mikið á sig til þess að kúnnar okkar fái það besta," segir Alex Garcia-Mayol sem rekur „Fish ´n´chips" veitingastað í Colchester.

„Til þess að búa til hágæða fisk og franskar verður þú að vera með besta hráefnið, þess vegna notum við einungis hágæða sjálfbærann íslenskan þorsk, ýsu og rauðsprettu," segir Alex og bætir því við að staðurinn hafi verið heiðraður af sjávarútvegsráðuneytinu fyrir tryggð sína við íslenskan sjálfbærann fisk.

„Ef þú pælir í því hvað eru margir svona staðir í landinu þá er þetta magnaður árangur. Ég sé enga ástæðu til annars en að við förum alla leið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×