Lokar ekki á vinnandi menn 24. september 2009 04:00 Ingvar Geirsson við nýju plötubúðina, Lucky Records, á Hverfisgötu. Fréttablaðið/Valli Á Hverfisgötu 82 hefur Ingvar Geirsson opnað plötubúð, Lucky Records. Ingvar hefur staðið vaktina með plötubás í Kolaportinu síðastliðin tvö ár og er óhætt að segja að hann hafi náð einna mestri sérhæfingu í vínylplötusölu á Íslandi. Nýja búðin er blautur draumur sérhvers plötusafnara. „Það er náttúrlega miklu meira úrval í búðinni en í Kolaportinu," segir Ingvar Geirsson um nýja plötubúð sína á Hverfisgötu. „Ætli þetta séu ekki svona 20-30.000 notaðar vínylplötur og 8.000 tólf tommu plötur. Ég er líka með nýja geisladiska og tónlistar-DVD. Ég stefni svo að því að vera með notaða diska líka." Plötubúðin verður opin frá klukkan ellefu á morgnana til níu á kvöldin á virkum dögum, en um helgar heldur Ingvar áfram með básinn í Kolaportinu. „Nei, ég ber ekki lagerinn á milli, það er mismunandi úrval," segir hann. Um ástæðu þess að plötubúðin sé opin til níu á kvöldin segir Ingvar: „Ég loka ekki á vinnandi menn. Mér fannst það ekki meika neinn sens að hafa bara opið til sex. Sjálfur var ég alltaf að vinna til klukkan sex svo ég hefði aldrei komist í búðina. Svo er bara svo mikið úrval að það verður að vera langur afgreiðslutími til að fólk komist yfir þetta. Fólk á að koma til að gramsa." Eins og gefur að skilja er Ingvar forfallinn tónlistaráhugamaður og helst gefinn fyrir hinar ýmsu gerðir af blökkutónlist: „Sálartónlist, fönk, reggí, djass og hipphopp eru mínir stílar, en í búðinni fæst miklu fleira. Hér er hellingur af íslensku efni og rokki og poppi og öllu þar á milli." Hann segir pabba sinn hafa verið mikinn vínylkall og þaðan hafi bakterían sprottið. „Ég byrjaði að kaupa hipphopp um 1984 þegar ég bjó í Svíþjóð og hef alltaf safnað plötum. Ætli ég sé ekki með svona 15-17.000 plötur heima, en eitthvað af því fer í búðina. Ég féll aldrei fyrir geisladiskunum, hef aldrei átt nema kannski svona 250 diska í einu. Það er bara miklu meiri fílingur í plötunni, artvörkið er allt veglegra og sándið fyllra. Svo skilst mér að líftíminn sé lengri."drgunni@frettabladid.is Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Á Hverfisgötu 82 hefur Ingvar Geirsson opnað plötubúð, Lucky Records. Ingvar hefur staðið vaktina með plötubás í Kolaportinu síðastliðin tvö ár og er óhætt að segja að hann hafi náð einna mestri sérhæfingu í vínylplötusölu á Íslandi. Nýja búðin er blautur draumur sérhvers plötusafnara. „Það er náttúrlega miklu meira úrval í búðinni en í Kolaportinu," segir Ingvar Geirsson um nýja plötubúð sína á Hverfisgötu. „Ætli þetta séu ekki svona 20-30.000 notaðar vínylplötur og 8.000 tólf tommu plötur. Ég er líka með nýja geisladiska og tónlistar-DVD. Ég stefni svo að því að vera með notaða diska líka." Plötubúðin verður opin frá klukkan ellefu á morgnana til níu á kvöldin á virkum dögum, en um helgar heldur Ingvar áfram með básinn í Kolaportinu. „Nei, ég ber ekki lagerinn á milli, það er mismunandi úrval," segir hann. Um ástæðu þess að plötubúðin sé opin til níu á kvöldin segir Ingvar: „Ég loka ekki á vinnandi menn. Mér fannst það ekki meika neinn sens að hafa bara opið til sex. Sjálfur var ég alltaf að vinna til klukkan sex svo ég hefði aldrei komist í búðina. Svo er bara svo mikið úrval að það verður að vera langur afgreiðslutími til að fólk komist yfir þetta. Fólk á að koma til að gramsa." Eins og gefur að skilja er Ingvar forfallinn tónlistaráhugamaður og helst gefinn fyrir hinar ýmsu gerðir af blökkutónlist: „Sálartónlist, fönk, reggí, djass og hipphopp eru mínir stílar, en í búðinni fæst miklu fleira. Hér er hellingur af íslensku efni og rokki og poppi og öllu þar á milli." Hann segir pabba sinn hafa verið mikinn vínylkall og þaðan hafi bakterían sprottið. „Ég byrjaði að kaupa hipphopp um 1984 þegar ég bjó í Svíþjóð og hef alltaf safnað plötum. Ætli ég sé ekki með svona 15-17.000 plötur heima, en eitthvað af því fer í búðina. Ég féll aldrei fyrir geisladiskunum, hef aldrei átt nema kannski svona 250 diska í einu. Það er bara miklu meiri fílingur í plötunni, artvörkið er allt veglegra og sándið fyllra. Svo skilst mér að líftíminn sé lengri."drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira