Lokar ekki á vinnandi menn 24. september 2009 04:00 Ingvar Geirsson við nýju plötubúðina, Lucky Records, á Hverfisgötu. Fréttablaðið/Valli Á Hverfisgötu 82 hefur Ingvar Geirsson opnað plötubúð, Lucky Records. Ingvar hefur staðið vaktina með plötubás í Kolaportinu síðastliðin tvö ár og er óhætt að segja að hann hafi náð einna mestri sérhæfingu í vínylplötusölu á Íslandi. Nýja búðin er blautur draumur sérhvers plötusafnara. „Það er náttúrlega miklu meira úrval í búðinni en í Kolaportinu," segir Ingvar Geirsson um nýja plötubúð sína á Hverfisgötu. „Ætli þetta séu ekki svona 20-30.000 notaðar vínylplötur og 8.000 tólf tommu plötur. Ég er líka með nýja geisladiska og tónlistar-DVD. Ég stefni svo að því að vera með notaða diska líka." Plötubúðin verður opin frá klukkan ellefu á morgnana til níu á kvöldin á virkum dögum, en um helgar heldur Ingvar áfram með básinn í Kolaportinu. „Nei, ég ber ekki lagerinn á milli, það er mismunandi úrval," segir hann. Um ástæðu þess að plötubúðin sé opin til níu á kvöldin segir Ingvar: „Ég loka ekki á vinnandi menn. Mér fannst það ekki meika neinn sens að hafa bara opið til sex. Sjálfur var ég alltaf að vinna til klukkan sex svo ég hefði aldrei komist í búðina. Svo er bara svo mikið úrval að það verður að vera langur afgreiðslutími til að fólk komist yfir þetta. Fólk á að koma til að gramsa." Eins og gefur að skilja er Ingvar forfallinn tónlistaráhugamaður og helst gefinn fyrir hinar ýmsu gerðir af blökkutónlist: „Sálartónlist, fönk, reggí, djass og hipphopp eru mínir stílar, en í búðinni fæst miklu fleira. Hér er hellingur af íslensku efni og rokki og poppi og öllu þar á milli." Hann segir pabba sinn hafa verið mikinn vínylkall og þaðan hafi bakterían sprottið. „Ég byrjaði að kaupa hipphopp um 1984 þegar ég bjó í Svíþjóð og hef alltaf safnað plötum. Ætli ég sé ekki með svona 15-17.000 plötur heima, en eitthvað af því fer í búðina. Ég féll aldrei fyrir geisladiskunum, hef aldrei átt nema kannski svona 250 diska í einu. Það er bara miklu meiri fílingur í plötunni, artvörkið er allt veglegra og sándið fyllra. Svo skilst mér að líftíminn sé lengri."drgunni@frettabladid.is Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Á Hverfisgötu 82 hefur Ingvar Geirsson opnað plötubúð, Lucky Records. Ingvar hefur staðið vaktina með plötubás í Kolaportinu síðastliðin tvö ár og er óhætt að segja að hann hafi náð einna mestri sérhæfingu í vínylplötusölu á Íslandi. Nýja búðin er blautur draumur sérhvers plötusafnara. „Það er náttúrlega miklu meira úrval í búðinni en í Kolaportinu," segir Ingvar Geirsson um nýja plötubúð sína á Hverfisgötu. „Ætli þetta séu ekki svona 20-30.000 notaðar vínylplötur og 8.000 tólf tommu plötur. Ég er líka með nýja geisladiska og tónlistar-DVD. Ég stefni svo að því að vera með notaða diska líka." Plötubúðin verður opin frá klukkan ellefu á morgnana til níu á kvöldin á virkum dögum, en um helgar heldur Ingvar áfram með básinn í Kolaportinu. „Nei, ég ber ekki lagerinn á milli, það er mismunandi úrval," segir hann. Um ástæðu þess að plötubúðin sé opin til níu á kvöldin segir Ingvar: „Ég loka ekki á vinnandi menn. Mér fannst það ekki meika neinn sens að hafa bara opið til sex. Sjálfur var ég alltaf að vinna til klukkan sex svo ég hefði aldrei komist í búðina. Svo er bara svo mikið úrval að það verður að vera langur afgreiðslutími til að fólk komist yfir þetta. Fólk á að koma til að gramsa." Eins og gefur að skilja er Ingvar forfallinn tónlistaráhugamaður og helst gefinn fyrir hinar ýmsu gerðir af blökkutónlist: „Sálartónlist, fönk, reggí, djass og hipphopp eru mínir stílar, en í búðinni fæst miklu fleira. Hér er hellingur af íslensku efni og rokki og poppi og öllu þar á milli." Hann segir pabba sinn hafa verið mikinn vínylkall og þaðan hafi bakterían sprottið. „Ég byrjaði að kaupa hipphopp um 1984 þegar ég bjó í Svíþjóð og hef alltaf safnað plötum. Ætli ég sé ekki með svona 15-17.000 plötur heima, en eitthvað af því fer í búðina. Ég féll aldrei fyrir geisladiskunum, hef aldrei átt nema kannski svona 250 diska í einu. Það er bara miklu meiri fílingur í plötunni, artvörkið er allt veglegra og sándið fyllra. Svo skilst mér að líftíminn sé lengri."drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning