Lífið

Hjálmar fagna

Fjórða plata strákanna í Hjálmum er komin í verslanir.
Fjórða plata strákanna í Hjálmum er komin í verslanir.
Fjórða plata Hjálma er komin í verslanir og ætla þeir að fagna útgáfunni með tónleikum á Nasa í kvöld á tónlistarröðinni Réttum ásamt Megasi & Senuþjófunum og Dr. Gunna. Formleg útgáfugleði verður síðan á Nasa á næstunni.

Heimildarmyndin Hærra ég og þú, sem fjallar um gerð plötunnar, er jafnframt sýnd þessa dagana á kvikmyndahátíðinni RIFF. DVD-útgáfa af myndinni mun fylgja fyrsta upplagi plötunnar og verður hún því fáanleg í takmörkuðu upplagi.

Platan, sem var tekin upp á Jamaíka, nefnist einfaldlega IV en þó gengur hún undir nafninu Krókódílaplatan sökum stærðarinnar krókódíls sem prýðir forsíðu umslagsins.

- fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.