Draugar í Hólavallakirkjugarði Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2009 08:00 Það var að kvöldi jóladags sem þessar slæður birtust í Hólavallakirkjugarði. mynd/stuart Peacock „Myndin var tekin að kvöldi jóladags í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég tók margar myndir en þessi er sú eina þar sem sjá má þessa þoku eða slæðu,“ segir Stuart Peacock lögfræðingur. Þau undur og stórmerki gerðust um jólin að bandarískur lögmaður, sem starfar fyrir bandarísk stjórnvöld, náði að festa á mynd það sem virðast vera draugar í Hólavallakirkjugarði. Fréttablaðið leitaði til helsta sérfræðings Íslands á þessu sviði, Magnúsar Skarphéðinssonar, formanns Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, sem segir þúsundir vitna hafa séð þessar undarlegu slæður hringinn í kringum hnöttinn og í seinni tíð síefldrar ljósmyndunar almennings hafi allmargar myndir slæðst til rannsóknaraðila á þessum málum. „Auðvitað er ekki hægt að fullyrða nokkuð um svona lagað fyrir víst, en allmargar sannfærandi röksemdir liggja fyrir því hjá alvöru sálarrannsóknarfélögum heims að þetta sé raunveruleg ljósmynd af „draug“, eða framliðnum eins og vér nefnum yfirleitt framliðna sem eru viljandi eða óviljandi að reyna að birtast í okkar heimi,“ segir Magnús.Stuart Peacock lögfræðingur.Peacock-fjölskyldan, Stuart, Nicole, kona hans, og synirnir tveir, þeir Scott og Kurt, hafa komið hér undanfarin fjögur ár um hátíðarnar og er þetta orðin hefð. „Við fórum ekki í kirkjugarðinn til að leita drauga heldur til að skoða hin fallegu kerti. Við sáum enga þoku eða slæður en þegar ég skoðaði myndina í vélinni sá ég þetta.“ Stuart segir konu sína ekki trúa á drauga heldur djöfla og hún telur þessar myndir vera af slíkum. „Persónulega trúi ég á hvorugt. Hins vegar þekkist í fjölskyldu minni að sjá hluti fyrir – sem er eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég kann ekki að útskýra. Þegar við komum heim og fórum að skoða myndina betur má sjá rauðar slettur á gröfinni en ég held að það sé frekar kertavax en blóð,“ segir Stuart. Sagan um þessa dularfullu mynd er ekki öll. Eftir þessa reynslu skráði fjölskyldan sig í draugagöngu á vegum ferðaþjónustunnar Goecco. Þau reyndu að sýna leiðsögumanninum myndina við umrædda gröf en þá brá svo við að myndavélin drap á sér. „Þegar ég kom til baka í hótelherbergið og ætlaði að hlaða batteríið var vélin fullhlaðin. Kannski að kuldinn hafi haft þessi áhrif – þetta er gamalt batterí,“ segir Stuart sem að endingu lýkur miklu lofsorði á Ísland; fjölskyldan kunni vel að meta kyrrðina sem hér ríkir, börnin eru svo elsk að sundlaugunum að þau gætu vel hugsað sér að flytjast til Íslands. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
„Myndin var tekin að kvöldi jóladags í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ég tók margar myndir en þessi er sú eina þar sem sjá má þessa þoku eða slæðu,“ segir Stuart Peacock lögfræðingur. Þau undur og stórmerki gerðust um jólin að bandarískur lögmaður, sem starfar fyrir bandarísk stjórnvöld, náði að festa á mynd það sem virðast vera draugar í Hólavallakirkjugarði. Fréttablaðið leitaði til helsta sérfræðings Íslands á þessu sviði, Magnúsar Skarphéðinssonar, formanns Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, sem segir þúsundir vitna hafa séð þessar undarlegu slæður hringinn í kringum hnöttinn og í seinni tíð síefldrar ljósmyndunar almennings hafi allmargar myndir slæðst til rannsóknaraðila á þessum málum. „Auðvitað er ekki hægt að fullyrða nokkuð um svona lagað fyrir víst, en allmargar sannfærandi röksemdir liggja fyrir því hjá alvöru sálarrannsóknarfélögum heims að þetta sé raunveruleg ljósmynd af „draug“, eða framliðnum eins og vér nefnum yfirleitt framliðna sem eru viljandi eða óviljandi að reyna að birtast í okkar heimi,“ segir Magnús.Stuart Peacock lögfræðingur.Peacock-fjölskyldan, Stuart, Nicole, kona hans, og synirnir tveir, þeir Scott og Kurt, hafa komið hér undanfarin fjögur ár um hátíðarnar og er þetta orðin hefð. „Við fórum ekki í kirkjugarðinn til að leita drauga heldur til að skoða hin fallegu kerti. Við sáum enga þoku eða slæður en þegar ég skoðaði myndina í vélinni sá ég þetta.“ Stuart segir konu sína ekki trúa á drauga heldur djöfla og hún telur þessar myndir vera af slíkum. „Persónulega trúi ég á hvorugt. Hins vegar þekkist í fjölskyldu minni að sjá hluti fyrir – sem er eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég kann ekki að útskýra. Þegar við komum heim og fórum að skoða myndina betur má sjá rauðar slettur á gröfinni en ég held að það sé frekar kertavax en blóð,“ segir Stuart. Sagan um þessa dularfullu mynd er ekki öll. Eftir þessa reynslu skráði fjölskyldan sig í draugagöngu á vegum ferðaþjónustunnar Goecco. Þau reyndu að sýna leiðsögumanninum myndina við umrædda gröf en þá brá svo við að myndavélin drap á sér. „Þegar ég kom til baka í hótelherbergið og ætlaði að hlaða batteríið var vélin fullhlaðin. Kannski að kuldinn hafi haft þessi áhrif – þetta er gamalt batterí,“ segir Stuart sem að endingu lýkur miklu lofsorði á Ísland; fjölskyldan kunni vel að meta kyrrðina sem hér ríkir, börnin eru svo elsk að sundlaugunum að þau gætu vel hugsað sér að flytjast til Íslands.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira