Innlent

Með ólíkindum að dæla peningum í kennitöluflakk

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Það að ríkið skuli dæla sextán milljörðum króna inn í kennitöluflakk til að Sjóvá geti áfram haldið starfsemi á samkeppnismarkaði er með ólíkindum segir hagfræðingur. Vátryggingafélag Íslands bauðst til að aðstoða Fjármálaeftirlitið við lausn á málefnum Sjóvár.

Nýtt félag var í gær stofnað í kringum vátryggingastarfsemi Sjóvár og fær það sextán milljarða króna frá ríkinu. Ólafur Arnarson, hagfræðingur, gagnrýnir þessa björgunaraðgerð en segir þó að eðlilegt væri að opinberir aðilar myndu bæta það tjón sem viðskiptavinir Sjóvár hefðu orðið fyrir hefði félagið farið í þrot.

Ólafur segir þetta skemmdarstarf á samkeppnismarkaði og það á kostnað skattgreiðenda og neytenda. Mörg dæmi séu um að fyrirtæki sem nú eru í fangi ríkisbankanna undirbjóði önnur fyrirtæki á markaði.

Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, segir að það hefði verið mjög alvarlegt fyrir íslenskan vátryggingarheim hefði Sjóvá farið í þrot. Hins vegar sé hægt að setja spurningarmerki við hvernig félaginu var bjargað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×