Lífið

Stephen Baldwin er gjaldþrota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stephen Baldwin er skuldum vafinn.
Stephen Baldwin er skuldum vafinn.
Hollywoodleikarinn Stephen Baldwin er skuldum vafinn og hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum.

Gögn sem birt voru í alríkisdómstól í New York í gær sýna að Baldwin skuldar 1,2 milljón dala, tæpar 150 milljónir íslenskra króna, í húsnæðislán vegna húseignar sinnar sem er staðsett um 50 kílómetrum frá New York. Verðmæti eignarinnar er 1,1 milljón dala, eða um 140 milljónir íslenskra króna.

Þá skuldar Baldwin 1 milljón dala, um 126 milljónir íslenskra króna, í skatta og greiðslukortareikningur hans nemur 70 þúsund dölum, eða tæpum níu milljónum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.