Lífið

Týnda táknið rennur út eins og heitar lummur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eymundsson.
Eymundsson.
Nýjasta bók Dans Brown, Týnda táknið, rennur út eins og heitar lummur en sala á bókinni hófst gær.

„Þetta er aðalbókin í dag," segir Svanborg Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá Eymundsson í Austurstræti. Hún vildi þó ekki segja til um hve mörg eintök hefðu farið út. „Við höldum því fyrir okkur," segir Svanborg.

Hún segir að bókin sé mikið keypt bæði af Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Ferðamennirnir verði mjög glaðir og hissa þegar þeir sjái bókina. Dan Brown er þekktastur fyrir bækur sínar DaVinci lykilinn og Englar & djöflar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.