Tíbeskur búddamunkur fær ágóða nýrrar plötu 31. október 2009 04:00 Anna hefur nýlokið upptökum á sinni þriðju sólóplötu sem hún tók upp á sveitabæ á Álftanesi. mynd/bjarni grímsson Tónlistarkonan Anna Halldórsdóttir kom fyrir skömmu í tveggja vikna heimsókn til Íslands frá New York og tók upp sína þriðju sólóplötu. Allur ágóði rennur til samtakanna CED Orphanage sem tíbeskur búddamunkur rekur. Platan var tekin upp á sveitabæ á Álftanesi og Önnu til halds og trausts var gamall vinur hennar frá Akranesi, Davíð Þór Jónsson. Spilaði hann á hin ýmsu hljóðfæri og stjórnaði upptökum. Ólöf Arnalds kemur einnig við sögu á plötunni ásamt bassaleikaranum Sveini Rúnari Grímarssyni. Rúm tíu ár eru liðin síðan síðasta plata Önnu, Undravefurinn, kom út. Fyrsta plata hennar, Villtir morgnar, kom út 1996 og árið eftir var hún valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. „Hún er búin að vera í farveginum í þó nokkuð langan tíma,“ segir Anna um nýju plötuna. „Ég hef verið að semja rosalega mikið og það var bara kominn tími á þetta. Þótt það séu liðin þessi ár þá er maður bara samkvæmur sjálfum sér og fylgir sínu hjarta.“ Undanfarin ár hefur Anna búið í New York ásamt bandarískum eiginmanni sínum, Joseph Spaid. Þau kynntust á Íslandi árið 2003 þegar Spaid kom hingað til lands til að búa til heimildarmynd. Í framhaldinu fluttist Anna til New York og hefur unnið þar við tónlist og skipulagningu viðburða, meðal annars fyrir MTV og sjónvarpsstöðina Fox. Anna kynntist tíbeskum búddamunki, Lama Tenzin Chogyal, í gegnum eiginmann sinn og hefur allar götur síðan heillast af góðmennsku hans og hugmyndafræði, enda rennur allur ágóði nýju plötunnar til samtaka hans. Munkurinn hefur lagt mikið á sig til að bæta líf barna sem búa í afskekktu héraði í Himalaja-fjöllunum og hefur byggt þar heimili fyrir þau og komið þeim til mennta. „Það er stórkostlegt að fá að vera nálægt svona manneskju,“ segir Anna, sem hefur sjálf lagt sitt af mörkum í hjálparstarfinu. Stofnaði hún meðal annars prjónasamtökin All We Knit is Love sem prjóna föt handa börnunum. Þriðja sólóplata Önnu kemur út hér á landi og í Bandaríkjunum næsta vor. Hún er ánægð með að geta nýtt tónlistina til góðra verka. „Það er gaman að sjá hvernig hlutirnir gerast þegar maður opnar sig og er ekki bara að hugsa um sjálfan sig. Það er gott ef maður getur gert eitthvað með tónlistina sína og að maður sé að gefa eitthvað af sér,“ segir hún. freyr@frettabladid.is Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Tónlistarkonan Anna Halldórsdóttir kom fyrir skömmu í tveggja vikna heimsókn til Íslands frá New York og tók upp sína þriðju sólóplötu. Allur ágóði rennur til samtakanna CED Orphanage sem tíbeskur búddamunkur rekur. Platan var tekin upp á sveitabæ á Álftanesi og Önnu til halds og trausts var gamall vinur hennar frá Akranesi, Davíð Þór Jónsson. Spilaði hann á hin ýmsu hljóðfæri og stjórnaði upptökum. Ólöf Arnalds kemur einnig við sögu á plötunni ásamt bassaleikaranum Sveini Rúnari Grímarssyni. Rúm tíu ár eru liðin síðan síðasta plata Önnu, Undravefurinn, kom út. Fyrsta plata hennar, Villtir morgnar, kom út 1996 og árið eftir var hún valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. „Hún er búin að vera í farveginum í þó nokkuð langan tíma,“ segir Anna um nýju plötuna. „Ég hef verið að semja rosalega mikið og það var bara kominn tími á þetta. Þótt það séu liðin þessi ár þá er maður bara samkvæmur sjálfum sér og fylgir sínu hjarta.“ Undanfarin ár hefur Anna búið í New York ásamt bandarískum eiginmanni sínum, Joseph Spaid. Þau kynntust á Íslandi árið 2003 þegar Spaid kom hingað til lands til að búa til heimildarmynd. Í framhaldinu fluttist Anna til New York og hefur unnið þar við tónlist og skipulagningu viðburða, meðal annars fyrir MTV og sjónvarpsstöðina Fox. Anna kynntist tíbeskum búddamunki, Lama Tenzin Chogyal, í gegnum eiginmann sinn og hefur allar götur síðan heillast af góðmennsku hans og hugmyndafræði, enda rennur allur ágóði nýju plötunnar til samtaka hans. Munkurinn hefur lagt mikið á sig til að bæta líf barna sem búa í afskekktu héraði í Himalaja-fjöllunum og hefur byggt þar heimili fyrir þau og komið þeim til mennta. „Það er stórkostlegt að fá að vera nálægt svona manneskju,“ segir Anna, sem hefur sjálf lagt sitt af mörkum í hjálparstarfinu. Stofnaði hún meðal annars prjónasamtökin All We Knit is Love sem prjóna föt handa börnunum. Þriðja sólóplata Önnu kemur út hér á landi og í Bandaríkjunum næsta vor. Hún er ánægð með að geta nýtt tónlistina til góðra verka. „Það er gaman að sjá hvernig hlutirnir gerast þegar maður opnar sig og er ekki bara að hugsa um sjálfan sig. Það er gott ef maður getur gert eitthvað með tónlistina sína og að maður sé að gefa eitthvað af sér,“ segir hún. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira