Söfnunarátak Enza nær hámarki í Smáralind 31. október 2009 11:30 Söfnunarátak Enza hjálparsamtakanna nær hámarki í Smáralindinni í dag, laugardaginn 31. október, með fjölbreyttri dagskrá listamanna. Fram koma meðal annarra Friðrik Ómar og Jógvan, Sigga Beinteins, Stebbi og Eyfi og leikarar Borgarleikhússins flytja atriði úr Söngvaseið. Kynnir er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Dagskráin stendur yfir frá klukkan 14-16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökunum sem má sjá í heild sinni hér að neðan: „Fyrr á árinu hlaut Enza styrk frá Auði Capital til að festa kaup á húsnæði undir Enza-skólann sem starfræktur er í fátækrahverfi skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Nú er verið að safna fyrir rekstri skólans og tímabundnu heimili fyrir skjólstæðinga Enza. Sjö íslenskar konur standa á bakvið starfsemina. Ein þeirra er búsett á svæðinu og sér um starfið sem byggir á menntun og fræðslu til stúlkna og kvenna sem neyðast til að gefa frá sér nýfædd börn sín vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Í mörgum tilfellum er stúlkunum nauðgað, en Suður-Afríka hefur þann vafasama heiður að vera það land þar sem nauðganir eru flestar á heimsvísu. Þar er konu nauðgað á 17 sekúndna fresti samkvæmt könnun Gallup. Verði þær ófrískar í kjölfar nauðgunarinnar eru þær gerðar ábyrgar fyrir nauðguninni og oftar en ekki útskúfaðar út af skömm yfir því að vera barnshafandi utan hjónabands. Yfirleitt eiga stúlkurnar ekki afturkvæmt. Allt niður í 11 ára gamlar stúlkur eru þannig neyddar út í barneignir, því vegna skorts á heilsugæslu uppgötva þær gjarnan ekki að þær eru barnshafandi fyrr en of seint er að framkvæma fóstureyðingu. Söfnunin miðar að því að fá mánaðarleg framlög fyrir rekstri skólans auk þess að festa kaup á húsnæði sem verður tímabundið heimili fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri söfnunarinnar í síma 899-2320, og einnig er að finna ýmsan fróðleik um samtökin á vefnum www.enza.is" Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Sjá meira
Söfnunarátak Enza hjálparsamtakanna nær hámarki í Smáralindinni í dag, laugardaginn 31. október, með fjölbreyttri dagskrá listamanna. Fram koma meðal annarra Friðrik Ómar og Jógvan, Sigga Beinteins, Stebbi og Eyfi og leikarar Borgarleikhússins flytja atriði úr Söngvaseið. Kynnir er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Dagskráin stendur yfir frá klukkan 14-16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökunum sem má sjá í heild sinni hér að neðan: „Fyrr á árinu hlaut Enza styrk frá Auði Capital til að festa kaup á húsnæði undir Enza-skólann sem starfræktur er í fátækrahverfi skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Nú er verið að safna fyrir rekstri skólans og tímabundnu heimili fyrir skjólstæðinga Enza. Sjö íslenskar konur standa á bakvið starfsemina. Ein þeirra er búsett á svæðinu og sér um starfið sem byggir á menntun og fræðslu til stúlkna og kvenna sem neyðast til að gefa frá sér nýfædd börn sín vegna fátæktar og/eða útskúfunar. Í mörgum tilfellum er stúlkunum nauðgað, en Suður-Afríka hefur þann vafasama heiður að vera það land þar sem nauðganir eru flestar á heimsvísu. Þar er konu nauðgað á 17 sekúndna fresti samkvæmt könnun Gallup. Verði þær ófrískar í kjölfar nauðgunarinnar eru þær gerðar ábyrgar fyrir nauðguninni og oftar en ekki útskúfaðar út af skömm yfir því að vera barnshafandi utan hjónabands. Yfirleitt eiga stúlkurnar ekki afturkvæmt. Allt niður í 11 ára gamlar stúlkur eru þannig neyddar út í barneignir, því vegna skorts á heilsugæslu uppgötva þær gjarnan ekki að þær eru barnshafandi fyrr en of seint er að framkvæma fóstureyðingu. Söfnunin miðar að því að fá mánaðarleg framlög fyrir rekstri skólans auk þess að festa kaup á húsnæði sem verður tímabundið heimili fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri söfnunarinnar í síma 899-2320, og einnig er að finna ýmsan fróðleik um samtökin á vefnum www.enza.is"
Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Sjá meira