Heilbrigð stemning í tónleikahaldi á Íslandi 31. október 2009 04:00 Gert af hugsjón. Frá Eagles heiðurstónleikum Eyjólfs Kristjánssonar í fyrra. Hann heldur aðra í kvöld. Ein af afleiðingum bankahrunsins fyrir ári er að Íslendingar eru orðnir miklu þakklátari fyrir það sem hér er boðið upp á. Það er blússandi mæting á tónleika og listviðburði, enda fáir svo sem á leiðinni til erlendra heimsborga að berja heimsfræg atriði augum á meðan gengið er eins og það er. En eru tónleika- og listviðburðahaldarar að standa sig? Hefur miðaverð hækkað úr hófi? Er íslenskt verð samkeppnishæft við erlent? „Ef eitthvað er hefur verð á minni tónleika lækkað,“ segir Ólafur Thorarensen hjá Miði.is. „Þá er ég að tala um á tónleika fyrir þúsund manns og minna. Miðaverð á stærri tónleika hefur svo staðið í stað, til dæmis er sama verð á Jólatónleika Björgvins og í fyrra.“ Ólafur staðfestir að miðasala á alla listviðburði hefur aukist. „Við sjáum aukningu í sölu bíómiða, leikhúsmiða og á smærri tónleika, en sala á stærri tónleika hefur dregist saman, fyrst og fremst vegna þess að það eru svo fáir stórir tónleikar í boði!“ „Það sýndi sig bæði á Airwaves og á Ragga Bjarna-tónleikunum að landann þyrstir í tónleika,“ segir Ingólfur Magnússon, framkvæmdastjóri tækjaleigunnar Exton. Hann segir fyrirtækið ekki hafa hækkað gjaldskrána eftir hrun. „Það halda allir að sér höndum, við jafnt sem tónleikahaldarar. Við erum því með sama góðgerðadílinn og venjulega.“Þyrfti að kosta miklu meirameiri tilfinning fyrir peningunum Kristján Freyr (glápandi á barnið) ásamt félögum sínum í Reykjavík!Eyjólfur Kristjánsson heldur Eagles-heiðurstónleika í Háskólabíói í kvöld. Miðinn kostar 6.900 krónur. „Ég hélt svona tónleika í Borgarleikhúsinu í mars í fyrra og þá minnir mig að miðinn hafi kostað 5.900 kr. Ég sé það að núna hefði miðinn átt að kosta miklu meira!“ segir hann og hlær. Honum finnst miðaverðið alls ekkert of hátt. „Nei, ekki fyrir þriggja tíma skemmtun með öllu þessu fólki. Það kostar rúmar sex milljónir að halda þessa tónleika og Háskólabíó tekur 970 manns. Svo þarf ég að rífa nokkur sæti í burtu til að koma fyrir mixer. Fólk sér því að ég er ekki að labba í burtu með margar milljónir í vasanum. Ég held án gríns að ég hafi reiknað það út að ef ég sel alla miðana fái ég 150 þúsund krónur í minn hlut! En það er gaman að gera eitthvað af hugsjón líka. Fólk þarf á svona að halda í þessu árferði. Það er gospelkór, rosalegt band og allir helstu söngvarar þjóðarinnar. Ég held að Eagles sjálfir séu ekkert að koma. Ætli miðinn þyrfti ekki að kosta hundrað þúsund kall á þá!“ Meiri samkenndÖll tónlistarsenan nýtur góðs af breyttu viðhorfi landans til innlendrar skemmtunar, líka rokksenan. „Það er frábær mæting og frábær stemming. Þetta sást til dæmis vel á Airwaves,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, trommuleikari rokksveitarinnar Reykjavík! „Sem tónlistarmaður finn ég fyrir meiri samkennd í bransanum en áður, menn eru klappandi hver öðrum á bakið út í eitt. Svo er eins og gestir séu mun tilbúnari en áður að borga sig inn. Í góðærinu þurfti að dekstra fólk á tónleika með bjór, plötu og sængurverasetti, en samt vældi fólk yfir því ef það þurfti að borga 500 kall inn. Nú borga gestir þúsund kall og segja ekki múkk, finnst það bara sjálfsagt. Það er eins og fólk sé búið að fá meiri tilfinningu fyrir peningunum sínum. Það er eitthvað heilbrigt og fallegt við stemminguna.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Ein af afleiðingum bankahrunsins fyrir ári er að Íslendingar eru orðnir miklu þakklátari fyrir það sem hér er boðið upp á. Það er blússandi mæting á tónleika og listviðburði, enda fáir svo sem á leiðinni til erlendra heimsborga að berja heimsfræg atriði augum á meðan gengið er eins og það er. En eru tónleika- og listviðburðahaldarar að standa sig? Hefur miðaverð hækkað úr hófi? Er íslenskt verð samkeppnishæft við erlent? „Ef eitthvað er hefur verð á minni tónleika lækkað,“ segir Ólafur Thorarensen hjá Miði.is. „Þá er ég að tala um á tónleika fyrir þúsund manns og minna. Miðaverð á stærri tónleika hefur svo staðið í stað, til dæmis er sama verð á Jólatónleika Björgvins og í fyrra.“ Ólafur staðfestir að miðasala á alla listviðburði hefur aukist. „Við sjáum aukningu í sölu bíómiða, leikhúsmiða og á smærri tónleika, en sala á stærri tónleika hefur dregist saman, fyrst og fremst vegna þess að það eru svo fáir stórir tónleikar í boði!“ „Það sýndi sig bæði á Airwaves og á Ragga Bjarna-tónleikunum að landann þyrstir í tónleika,“ segir Ingólfur Magnússon, framkvæmdastjóri tækjaleigunnar Exton. Hann segir fyrirtækið ekki hafa hækkað gjaldskrána eftir hrun. „Það halda allir að sér höndum, við jafnt sem tónleikahaldarar. Við erum því með sama góðgerðadílinn og venjulega.“Þyrfti að kosta miklu meirameiri tilfinning fyrir peningunum Kristján Freyr (glápandi á barnið) ásamt félögum sínum í Reykjavík!Eyjólfur Kristjánsson heldur Eagles-heiðurstónleika í Háskólabíói í kvöld. Miðinn kostar 6.900 krónur. „Ég hélt svona tónleika í Borgarleikhúsinu í mars í fyrra og þá minnir mig að miðinn hafi kostað 5.900 kr. Ég sé það að núna hefði miðinn átt að kosta miklu meira!“ segir hann og hlær. Honum finnst miðaverðið alls ekkert of hátt. „Nei, ekki fyrir þriggja tíma skemmtun með öllu þessu fólki. Það kostar rúmar sex milljónir að halda þessa tónleika og Háskólabíó tekur 970 manns. Svo þarf ég að rífa nokkur sæti í burtu til að koma fyrir mixer. Fólk sér því að ég er ekki að labba í burtu með margar milljónir í vasanum. Ég held án gríns að ég hafi reiknað það út að ef ég sel alla miðana fái ég 150 þúsund krónur í minn hlut! En það er gaman að gera eitthvað af hugsjón líka. Fólk þarf á svona að halda í þessu árferði. Það er gospelkór, rosalegt band og allir helstu söngvarar þjóðarinnar. Ég held að Eagles sjálfir séu ekkert að koma. Ætli miðinn þyrfti ekki að kosta hundrað þúsund kall á þá!“ Meiri samkenndÖll tónlistarsenan nýtur góðs af breyttu viðhorfi landans til innlendrar skemmtunar, líka rokksenan. „Það er frábær mæting og frábær stemming. Þetta sást til dæmis vel á Airwaves,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, trommuleikari rokksveitarinnar Reykjavík! „Sem tónlistarmaður finn ég fyrir meiri samkennd í bransanum en áður, menn eru klappandi hver öðrum á bakið út í eitt. Svo er eins og gestir séu mun tilbúnari en áður að borga sig inn. Í góðærinu þurfti að dekstra fólk á tónleika með bjór, plötu og sængurverasetti, en samt vældi fólk yfir því ef það þurfti að borga 500 kall inn. Nú borga gestir þúsund kall og segja ekki múkk, finnst það bara sjálfsagt. Það er eins og fólk sé búið að fá meiri tilfinningu fyrir peningunum sínum. Það er eitthvað heilbrigt og fallegt við stemminguna.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira