Erlent

Vélfygli grandar tugum í Pakistan

Vélmenni á himnum. Vélin er ómönnuð og er stýrt úr fjarska.
Vélmenni á himnum. Vélin er ómönnuð og er stýrt úr fjarska.

Nokkurskonar vélfygli bandaríska hersins varð að minnsta kosti 45 manns að bana sem var á leið í jarðaför manna sem einnig létu lífið vegna vélfuglsins.

Sprengjunum var varpað á suðurhluta Pakistan, nálægt landamærum Afganistan en svæðið er vígi talibana.

Vélfyglið er ómönnuð herflugvél sem er fjarstýrð af bandaríska hernum. Hún er fullvopnuð og getur varpað sprengjum.

Vélfyglið skaut flugskeyti á svæðið fyrir viku síðan og þá létust um tuttugu manns. Nú vörpuðu þeir flugskeyti á þá sem voru á leið í jarðaförina samkvæmt BBC.

Samkvæmt fréttaritara BBC í Islamabad þá segja pakistönsk yfirvöld að ekki færri en fimmtíu hafi látist.

Svæðið er undir stjórn talibanaleiðtogans Baitullah Mehsud.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×