Innlent

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastól opin

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. MYND/Ægir

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastól verða opin í dag. Í morgun var logn og hiti við frostmark í Hlíðarfjalli en skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10 til 16.

,,Dagurinn í gær var einstaklega góður til skíðaiðkunnar og var mikið af fólki sem nýtti sér það," segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður. Skíðanámskeið fyrir fatlaða heldur áfram í dag. Á námskeiðinu er fötluðu skíðafólki kennt að nýta sér ýmsan búnað sem hægt er að nota til skíðaiðkunnar.

Í Tindastóli er hiti 1,5°c og skýjað. Skíðafæri er gott og nægur snjór. Viggó Jónsson, forstöðumaður, bendir á að hægt er að sjá sjálfvirka veðurstöð og myndavél sem uppfærist á 15 mínútna fresti á tindasoll.is/skidi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×