Innlent

Geir gestur Íslands í dag

Geir H Haarde forsætisráðherra verður gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag í kvöld. Spurningar um framtíð stjórnarsamstarfsins og kosningar verða væntanlega fyrirferðarmiklar, en þúsundir manna hafa mótmælt fyrir utan Alþingishúsið í dag og í gær og krafist þess að ríkisstjórnin víki og kosið verði sem fyrst. Mikið hefur mætt á Geir, en meðal annars var bíll hans grýttur eggjum á leið frá Stjórnarráðinu í dag. Geir hefur þó hingað til lítið tjáð sig um mótmælin.

Þátturinn hefst klukkan 18:55. Hann er í opinni dagskrá á Stöð 2 auk þess sem horfa má á hann á Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×