Innlent

Kafari hætt kominn við Reykjanes

Kafari komst í hann krappan þegar hann ætlaði að stíga á land en straumur hreif hann og bar frá landi, út af Garði á Reykjanesi í gærkvöldi.

Maður, sem staddur var á bryggjunni þar, sá hvað verða vildi og kallaði á björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem sendu björgunarbáta og kafara af stað. Einnig var óskað eftir aðstoð þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Áhöfn á einum björgunarbátnum náði kafaranum von bráðar um borð og flutti hann í land, en síðan var hann fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og skoðunar. Honum mun ekki hafa orðið meint af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×