Innlent

Ríkisráð kemur saman

Ríkisráð Íslands kom síðast saman 1. október.
Ríkisráð Íslands kom síðast saman 1. október. Mynd/Valgarður Gíslason
Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á gamlársdag. Ríkisráðsfundir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, um mitt ár og á gamlársdag, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti. Ríkisráð kom síðast saman 1. október þegar Ögmundur Jónasson lét af embætti heilbrigðisráðherra og Álfheiður Ingadóttir tók sæti í ríkisstjórn.

Forseti Íslands og ráðherrar skipa ríkisráð og eru fundir þess afar formlegir. Samkvæmt stjórnarskrá skal bera upp lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir fyrir forseta í ríkisráði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×