Lífið

Semur teknólag fyrir CCP

vinnan skemmtileg Þórhallur segir vinnu sína vera eins og góðan skóla, hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi.
vinnan skemmtileg Þórhallur segir vinnu sína vera eins og góðan skóla, hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi.
Þórhallur Skúlason, tónlistarmaður, tók að sér að semja lag við kynningarmyndband fyrir Eve Online netleikinn. „Þetta er teknó lag og ég hef verið að vinna að því undanfarnar tvær vikur. Það er verið að klára auglýsinguna núna á næstu dögum og hún ætti væntanlega að fara í umferð í vikunni,“ segir Þórhallur.

Hann segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann vinni að tónlist fyrir CCP tölvufyrirtækið, en hann hefur samið tónlist fyrir ýmis önnur fyrirtæki í gegnum tíðina.

„Ég hef unnið mikið við að semja tónlist fyrir auglýsingar, meðal annars fyrir fyrirtæki eins og General Motors, lyfjafyrirtækið Pfizer og bandaríska símafyrirtækið Verizon. Það er mjög skemmtileg vinna, skemmtilegasta vinna sem ég get hugsað mér að starfa við. Fyrir mér er þetta eins og að fara í góðan skóla, maður er kannski beðinn um að gera ákveðna tegund af popplagi sem maður hefur aldrei gert áður og þá þarf maður að leggjast í smá rannsóknarvinnu og skila laginu svo af sér alveg eins og viðskiptavinurinn vill hafa það,“ segir Þórhallur að lokum.

- sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.