Innlent

Alþjóðleg kvikmyndahátíð auglýsir eftir hjálp

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Alþjóðleg kvikmyndahátíð óskar eftir hjálp sjálfboðaliða, meðal annars við að sinna stjörnum úr kvikmyndabransanum.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð óskar eftir hjálp sjálfboðaliða, meðal annars við að sinna stjörnum úr kvikmyndabransanum.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð, Reykjavík International Film Festival, auglýsir nú í sjötta skipti eftir sjálfboðaliðum til að starfa við hátíðina.

Samkvæmt tilkynningu hafa tugir sjálfboðaliða frá mörgum löndum unnið við hátíðina undanfarin fimm ár, rétt eins og tíðkast á stórum kvikmyndahátíðum úti í heimi.

Meðal þeirra verkefna sem sjálfboðaliðarnir koma til með að sinna er til dæmis að aðstoða stjörnur úr kvikmyndabransanum að komast á milli staða, en einnig praktísk atriði eins og símsvörun, undirbúningur, upplýsingagjöf og ýmislegt fleira.

Sjálfboðaliðarnir geta verið á öllum aldri og að sögn aðstandenda er leitast við að þeir fái verkefni eftir áhugasviði og hæfni.

Hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×